1. nóvember 2022

Hjólað í október 2022

Hjólaði samtals 241 km í mánuðinum þar af 155 til og frá vinnu. Hjólaði 19 af 21 vinnudögum til vinnu, en mér tókst að ná mér í pest og var því heima 2 daga. Eins er ég farin að telja hversu marga daga í mánuðinum ég hjóla barasta ekki neitt og í október voru það 4 dagar.

Hjólaði 60 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 181 á venjulega hjólinu. 

Hef leikið mér að því að reikna út hvað hver km hjólaður á rafhjólinu kosti miðað við hvað hjólið kostaði í upphafi. í upphafi þessa árs var hver hjólaður km á kr. 3.333 en er núna kominn niður í 735 kr. (hjólið var keypt í ágúst á síðasta ári).

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 11 á hjóli, 4 á hlaupahjóli/rafskútu og 14 gangandi.

Nagladekk fóru undir stóra-hjólið 19. október svo nú þarf ég ekki að leggja því í vetur.

Hér eru svo nokkrar hjólatengdar október myndir:


Nýju undirgöngin hjá Sprengisandi. Hjólaði í gegnum þau í fyrsta skipti


Nagadekkin ansi gróf undir stóra-hjólinu, enda heyrist vel í þeim.

Mikið um lauf þetta haustið (eins og önnur haust)

Teppi undir og yfir svo farþeganum verði ekki kalt



Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...