3. desember 2022

Hjólað í nóvember 2022

Hjólaði samtals 256 km í mánuðinum þar af 151 til og frá vinnu. Hjólaði 19 af 22 vinnudögum til vinnu, en ég tók mér 3 daga í orlof. Í mánuðinum voru 7 daga þar sem ég hjólaði ekki neitt.

Hjólaði 84 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 172 á venjulega hjólinu. 

Hef leikið mér að því að reikna út hvað hver km hjólaður á rafhjólinu kosti miðað við hvað hjólið kostaði í upphafi. í upphafi þessa árs var hver hjólaður km á kr. 3.333 en er núna kominn niður í 660 kr. (hjólið var keypt í ágúst árið 2021).

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 9 á hjóli, 2 á hlaupahjóli/rafskútu og 10 gangandi.


Nóvember í ár var mjög dimmur. Rigndi töluvert en oftast stillt veður og hiti um 6°C, þó það hafi verið hálkublettir allavega einn morguninn.

Með skemmtilegri hjólatúrum mánaðarins voru þegar ég og dóttir mig skruppum í afmæli niður í bæ. Það er í annað skipti sem hún situr í hjá mér á stóra-hjólinu. Þurfti aðeins að mixa hlífina sem er yfir boxinu svo það væri pláss fyrir hana. Hlífin er greinilega bara hugsuð fyrir börn en þar sem það var rigning þá var betra fyrir farþegann að hafa hlíf.


Svo sótti ég ömmubarn á leikskólann. Það var frá mörgu að segja eftir skemmtilegan dag í leikskólanum, verst hvað nagladekkin gefa frá sér mikið hljóð því það er erfirðara að eiga samræður undir þeim söng. Á myndinni er einmitt verið að segja eina sögu.


Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...