Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2.
Hjólaði 49 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor sem er óvenju lítið, en út af töluverðum snjó og misjafnri færð þá lagði ég ekki í að nota það hjól eins mikið. Hjólaði 182 km á venjulega hjólinu.
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 9 á hjóli, 1 á hlaupahjóli/rafskútu og 10 gangandi.
Mest sá ég 16 hjólandi en minnst 1.
Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:
Skrapp í sorpu með nokkra hluti
Keypti salt fyrir innkeyrsluna