Hjólaði samtals 305 km í mánuðinum þar af 207 til og frá vinnu. Hjólaði til vinnu alla vinnudaga mánaðarins nema tvo (tók mér orlofsdaga), og bara 2 daga í mánuðinum hjólaði ég ekki neitt. Er svo heppin að ég kemst lang flest sem ég þarf að fara á hjóli og er alltaf ánægð ef ég get sleppt því að vera á bíl.
Hjólaði 144 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 161 á venjulega hjólinu.
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 10 á hjóli, 2 á hlaupahjóli/rafskútu og 10 gangandi.
Mest sá ég 15 hjólandi en minnst 6.
Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:
Viðgerð eða viðhald á brúarenda
Engin ummæli:
Skrifa ummæli