31. desember 2023

Hjólað í desember 2023 - 231 km

Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2.

Hjólaði 49 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor sem er óvenju lítið, en út af töluverðum snjó og misjafnri færð þá lagði ég ekki í að nota það hjól eins mikið. Hjólaði 182 km á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 9 á hjóli, 1 á hlaupahjóli/rafskútu og 10 gangandi.

Mest sá ég 16 hjólandi en minnst 1.

Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Skrapp í sorpu með nokkra hluti



Fór með hjólið á verkstæði í Hafnarfirði. Hjólaði í fyrsta skipti í gegnum nýju undirgöngin á Arnarneshæð


Falleg speglun undir Gullinbrú í Grafarvogi

Vetur við Suðurlandsbraut, horft í átt að Glæsibæ.

Hjólastæðið við Húsasmiðjuna, nema þegar hjóli er lagt þá er ansi lítið pláss eftir fyrir aðra stígfarendur.
Keypti salt fyrir innkeyrsluna

Átti eftir að fara Seltjarnarneshringinn á árinu. Færðin var góð út á nesið en svo fór að snjóa. Og það snjóaði og snjóaði og við það þyngdist færðin töluvert. En falleg var það.



Svo nokkrar snjómyndir af stígum og við stíga.




Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...