4. september 2006

Afmælisveisla.


Afmælisveislan tókst vonum framar. Við fengum draumaveður og þess vegna var farið út um leið og búið var að snæða veisluföng.

Á myndinni sjáið þið afmælisbarnið fyrir framan veisluborðið (það tekur ekki nema klst að setja þessar krullur í hana bæ þe vei).

Við buðum upp á kornflexkökur, snúða, súkkulaðiköku, pavlou (marens kaka), kók, sprite, vatn, klaka með rifsberjum í og það sem sló algjörlega í gegn, frosin rifsber sem virkuðu eins og klaki (og var líka frábærlega flott í glasi). Og það er gaman frá því að segja að Pavloan og Pæjukakan (súkkulaðikaka) passa svo vel saman því í aðra þeirra fara 8 eggjahvítur og í hina 7 eggjarauður.

Síðan var farið í hvern leikinn á fætur öðrum t.d. spiladans (allir dansa í miðjunni og þegar tónlistin stoppar fara menn í hornin (hvert horn merkt t.d hjarta, spaði, tígull og lauf) og þá er dregið spil - t.d. spaði. Þeir sem eru í spaðahorninu detta þá út. Svo höfðum við getraun sem var þannig að glerkukka var fyllt af glerperlum og menn áttu að giska á hversu margar perlur væru í krukkunni.

Þetta var fyrsta afmæli sem við höldum þar sem veitt voru verðlaun. Það er eitthvað sem ég hef alltaf verið mikið á móti, og aumingja Eyrún hefur þurft að líða fyrir því þetta viðgengst í flestöllum afmælum í bekknum. Svo ég ákvað að brjóta odd af oflæti mínu og hafa verðlaun. En auðvitað svindlaði ég smá því á endanum voru allir komnir með verðlaun þó þau væru ekki eins. Við sem sagt slúttuðum veislunni á því að spila Bingó og það var þar sem allir fengu verðlaun.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með stelpuna og vel heppnað afmæli :)
æðislega fín mynd af henni!

Nafnlaus sagði...

til hamingju með stelpuna og vel heppnað afmæli :)
æðislega fín mynd af henni!

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...