21. apríl 2007

Ahhhh...

Nú get ég andað léttar og þið hin líka. Þau undur og stórmerki gerðust að í dag keypti ég mér tvennar buxur hvorki meira né minna. Það er hin ótrúlega frábæra búð ZikZak sem á heiðurinn að því að hafa buxur í minni stærð og lengd og ekki nóg með það heldur er umrædd búð í göngufæri frá heimili mínu.

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...