17. apríl 2007

Buxnafréttir og hjálparbeiðni

Ekki gengur vel að finna nýjar buxur í stað þeirra sem gáfu upp andann rétt fyrir helgi. Dró eldra afkvæmið með mér í Kringluna um helgina og þá var mátað og mátað. Í nokkrum búðum eru ekki seldar buxur í minni stærð (ég sem hélt ég væri svo grönn). Í einni búð fundust buxur sem pössuðu um mittið en þær voru allt of stuttar!!! Ótrúlegt!.

Rölti Laugaveginn í hádeginu og kíkti í búðina þar sem mínar fyrrverandi uppáhaldsbuxur voru keyptar. Þar voru ekki til nema 2 gerðir af buxum en verðið allt í lagi 4.999kr... en því miður passa ekki.

Svo mig vantar hjálp!!! Plís hvar er hægt að kaupa buxur í eðlilegri stærð á þokkalegu verði?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er búinn að vera í þunglyndiskasti síðan ég frétti af þessum buxnavanda þínum. Þú verður að fara að leysa þetta mál, stúlka mín! Þetta er farið að hafa áhrif á vinnuafköst mín.

BbulgroZ sagði...

Já þetta gengur ekki!!!

Van De Kamp sagði...

Það fást fínar gallabuxur oft í Benetton í mörgum stærðum á fínann pening og ég þarf meira að segja að stytta þær og ekki er ég nú svo lítil.. Ættu örugglega að passa á þína löngu leggi ;) Gangi þér annars vel að finna nýjar buxur og að lagast í sjóninni :0)

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Takk kæra frænka, þetta voru góðar upplýsingar. Nú geri ég mér ferð í næsta bæjarfélag og kanski, bara kanski heppnast mér að finna hinar einu sönnu buxur í Benetton.

Því slæmt er þegar mín vandamál eru farin að hafa áhrif á afkastagetu annarra í vinnu.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...