Frétt á visir.is um niðurstöður rússnenskra vísindamanna um að ísöld sé á næsta leiti.
Svona hefst greinin: "Þegar á næsta ári mun hlýnun jarðar byrja að snúast við. Og eftir nokkra áratugi hefst lítil ísöld sem mun vara í 45-65 ár. Hún mun valda fimbulkulda um mestallan heiminn."
Lesið hér
29. janúar 2008
18. janúar 2008
Klakatré
Síðastliðið sumar fékk Hrund birkitréshríslu að gjöf frá Vinnuskólanum. Verð reyndar að segja að mér þykir sú gjöf ákaflega vanhugsuð því hvar á að planta þessari hríslu? Þó við séum með ágætis garð þá er ekki pláss fyrir fleiri birkitré að mínu mati (og það eru ekki endilega allir með aðgang að garði). Svo næstum dó aumingja hríslan því hún gleymdist í nokkra daga og var orðin nokkuð þurr þegar henni var skellt í blómapott.
Hún fékk fljótlega að fara út í garð og kemur til með að vera þar fram á næsta vor þegar það kemur í ljós hvort hún hafi lifað þetta allt saman af.
En í gær rekur Eyrún augun í plöntuna og þá er hún komin með þessa fallegu klakabrynju.
16. janúar 2008
Vá hvað efni í lopapeysu er ódýrt!
Þá er komið að því. Ég er að byrja að prjóna peysu á sjálfa mig. Ákvað að prjóna lopapeysu sem er hneppt (ekki rennd Hrund og Inga).
Fór í gær og keypti lopann og varð ekkert smá hissa þegar kom að því að borga. Efnið í heila peysu kostar ekki nema 1.540 kr (það á auðvitað eftir að koma í ljós hvort það dugir í heila peysu). Það er nú bara þannig að ég prjónaði peysu á Hrund á síðasta ári og garnið í hana kostaði 6 eða 7 þúsund krónur.
Uppskriftina að peysunni fann ég á www.istex.is og það er þessi hérna, en ég ætla aðeins og breyta henni þ.e. ég nota plötulopa ekki álafoss lopa og ætla að síkka hana svolítið, langar ekki í svona naflasýningarpeysu.
Svo í gærkveldi sat ég sveitt við að reikna út prjónfestu og hlutföll og nú er ég byrjuð. Vona bara að útreikningarnir séu réttir.
Fór í gær og keypti lopann og varð ekkert smá hissa þegar kom að því að borga. Efnið í heila peysu kostar ekki nema 1.540 kr (það á auðvitað eftir að koma í ljós hvort það dugir í heila peysu). Það er nú bara þannig að ég prjónaði peysu á Hrund á síðasta ári og garnið í hana kostaði 6 eða 7 þúsund krónur.
Uppskriftina að peysunni fann ég á www.istex.is og það er þessi hérna, en ég ætla aðeins og breyta henni þ.e. ég nota plötulopa ekki álafoss lopa og ætla að síkka hana svolítið, langar ekki í svona naflasýningarpeysu.
Svo í gærkveldi sat ég sveitt við að reikna út prjónfestu og hlutföll og nú er ég byrjuð. Vona bara að útreikningarnir séu réttir.
12. janúar 2008
Íris Hulda
Þá er búið að skíra litlu bróðurdóttur mína. Hún fékk þetta líka fallega nafn. Mamma sem var skrínarvottur tók næsum bakföll af undrun og gleði þegar Ívar Fannar sagði nafnið hátt og skírt í kirkjunni fyrir alla að heyra, því þarna fékk hún nöfnu.
Presturinn, fyrrum skólafélagi (bæði í Kársnesskóla og Tónlistarskóla Kópavogs) sr. Þorvaldur Víðisson skírði dömuna sem var hin rólegasta yfir þessu öllu saman. Því miður er ég ekki með myndir til að setja með en mér finnst ekki ólíklegt að Arnar bróðir eigi eftir að setja nokkra inn á myndasíðuna sína. Við bíðum bara róleg eftir því.
Ég fékk að spila á orgelið í Kópavogskirkju en þar fór athöfnin fram. Ég spilaði Lagið hennar Ingu sem forspil og það hljómar bara svona ljómandi fallega á orgelið. Svo í lok athafnarinnar söng pabbi lag eftir sjálfan sig við texta sem hann og mamma áttu grunninn að en Helga móðursystir setti í ljóð af alkunnri snilld.
Feðgarnir Ívar og Arnar spiluðu frumsamið lag á gítar og ... ja nú veit ég ekki hvað hljóðfærið sem Ívar Fannar spilaði á heitir en það er hljómborð sem gengur fyrir lofti sem hljóðfæraleikarinn blæs inn í hljómborðið um leið og spilað er.
Falleg athöfn fyrir fallega stúlku.
Presturinn, fyrrum skólafélagi (bæði í Kársnesskóla og Tónlistarskóla Kópavogs) sr. Þorvaldur Víðisson skírði dömuna sem var hin rólegasta yfir þessu öllu saman. Því miður er ég ekki með myndir til að setja með en mér finnst ekki ólíklegt að Arnar bróðir eigi eftir að setja nokkra inn á myndasíðuna sína. Við bíðum bara róleg eftir því.
Ég fékk að spila á orgelið í Kópavogskirkju en þar fór athöfnin fram. Ég spilaði Lagið hennar Ingu sem forspil og það hljómar bara svona ljómandi fallega á orgelið. Svo í lok athafnarinnar söng pabbi lag eftir sjálfan sig við texta sem hann og mamma áttu grunninn að en Helga móðursystir setti í ljóð af alkunnri snilld.
Feðgarnir Ívar og Arnar spiluðu frumsamið lag á gítar og ... ja nú veit ég ekki hvað hljóðfærið sem Ívar Fannar spilaði á heitir en það er hljómborð sem gengur fyrir lofti sem hljóðfæraleikarinn blæs inn í hljómborðið um leið og spilað er.
Falleg athöfn fyrir fallega stúlku.
11. janúar 2008
Óskemmtilegur vekjari.
Vaknaði í morgun við brothljóð úr eldhúsinu. Rauk á fætur og æddi fram og þá kom sama hljóðið aftur. Fyrst datt mér í hug að efriskápur í eldhúsinu hefði gefið sig svo mikil fannst mér lætin vera. Svo grunar mann auðvitað einhvern köttinn. Brandur sannaði sakleysi sitt með því að sitja á ganginu þegar seinni lætin komu svo ekki var það hann.
Það hefur gulur skratti verið að koma inn til okkar á nóttunni til að gæða sér á matnum hans Brands og ég gruna hann stórlega.
Sem betur fer var þetta ekki eins mikið og ég hélt í fyrstu. En núna er ég einum bolla og tveimur undirksálum fátækari og kanínustrákurinn sem átti sér kærustu er orðinn einhleypur.
Þetta kannski kennir mér að hafa eldhúsgluggann ekki galopinn á nóttunni því kötturinn var að flýja út um hann með þessum afleiðingum.
4. janúar 2008
Stórfrétt!!!
Já það er ekkert smá. Því hún Hörn frænka er að fara að syngja í Carnegie Hall þann 27. janúar. Hún fær 10 mínútur á sviðinu og mun án efa verða glæsileg í alla staði.
Þarna er mikil söngkona á ferð en hún fór á kostum í óperunni Systur Angelicu sem Óperustúdíó Íslensku óperunna setti upp á síðasta ári.
Sjá nánar um Carnegie Hall hér.
Þarna er mikil söngkona á ferð en hún fór á kostum í óperunni Systur Angelicu sem Óperustúdíó Íslensku óperunna setti upp á síðasta ári.
Sjá nánar um Carnegie Hall hér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...