11. janúar 2008

Óskemmtilegur vekjari.


Vaknaði í morgun við brothljóð úr eldhúsinu. Rauk á fætur og æddi fram og þá kom sama hljóðið aftur. Fyrst datt mér í hug að efriskápur í eldhúsinu hefði gefið sig svo mikil fannst mér lætin vera. Svo grunar mann auðvitað einhvern köttinn. Brandur sannaði sakleysi sitt með því að sitja á ganginu þegar seinni lætin komu svo ekki var það hann.


Það hefur gulur skratti verið að koma inn til okkar á nóttunni til að gæða sér á matnum hans Brands og ég gruna hann stórlega.


Sem betur fer var þetta ekki eins mikið og ég hélt í fyrstu. En núna er ég einum bolla og tveimur undirksálum fátækari og kanínustrákurinn sem átti sér kærustu er orðinn einhleypur.


Þetta kannski kennir mér að hafa eldhúsgluggann ekki galopinn á nóttunni því kötturinn var að flýja út um hann með þessum afleiðingum.

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...