18. janúar 2008

Klakatré



Síðastliðið sumar fékk Hrund birkitréshríslu að gjöf frá Vinnuskólanum. Verð reyndar að segja að mér þykir sú gjöf ákaflega vanhugsuð því hvar á að planta þessari hríslu? Þó við séum með ágætis garð þá er ekki pláss fyrir fleiri birkitré að mínu mati (og það eru ekki endilega allir með aðgang að garði). Svo næstum dó aumingja hríslan því hún gleymdist í nokkra daga og var orðin nokkuð þurr þegar henni var skellt í blómapott.
Hún fékk fljótlega að fara út í garð og kemur til með að vera þar fram á næsta vor þegar það kemur í ljós hvort hún hafi lifað þetta allt saman af.
En í gær rekur Eyrún augun í plöntuna og þá er hún komin með þessa fallegu klakabrynju.

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Fallegt : )

Refsarinn sagði...

Les þennan titil alltaf sem karate en þær eru harðgerðar íslensku plönturna eins og þjóðin sem þetta land býr. Hversvegna þurfum við að fylla það af pólverjum sem ekki ráða við þessar aðstæður? Hmmmm.....

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...