23. mars 2008

Plöntur og vor


Mikið er vorið spennandi og skemmtilegur tími.


Sólin sést oftar og maður meira að segja finnur hita frá henni. Allar pottaplöntunar eru farnar að taka við sér. Paprikuplanta frá síðasta sumri blómstraði 4 eða 5 blómum og lofar góðri uppskeru, nú eru 3 blóm eftir og 2 paprikur farnar að myndast. Ég bjóst svo sem ekki við því að þessar plöntur lifðu af veturinn en gaf þeim tækifæri. Epla trén líta ekkert allt of vel út. Blöðin hafa svolítið skrælnað í vetur (sjá vinstra megin við paprikutrét) en það verður spennandi að fylgjast með þeim og sjá hvort þau taki við sér líka.


Pottaplanta sem við höfum átt í nokkur ár og mér finnst alltaf vera eins er farin að bæta við sig nýjum öngum (sjáið þetta ljósgræna það er allt nýtt).
Síðan setti ég fullt af sumarblómafræjum í mold og bíð spennt eftir að sjá hvort og hvenær þau láta á sér kræla.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...