3. mars 2008

Líkamsrækt

5 km frá heimili til vinnu. Ferðatími:
Með bíl 10 mín
Á hjóli 15-20
Með strætó 30-35 mín
Gangandi 45-55 mín
Hlaupandi á eftir að ná upp þoli til að reyna það, kannski eitthvað svipað og strætó?

Ég er alltaf að ákveða hluti í eitt skipti fyrir öll, en svo er nú misjafnt hver lokadagsetning er á þessum ákvörðunum...

Tók t.d. þá ákvörðun að fara nú að sprikkla heima hjá mér - ætti að geta það heima án þess að borga fyrir það eins og einhverstaðar annarsstaðar fyrir pening. Síðasti neysludagur á þeirri ákvörðun var daginn eftir.
Og nú hef ég tekið þá ákvörðun að labba heim úr vinnunni í stað þess að taka stræó.
Kostir: Byggir upp þol, fínasta hreyfing, spara mér 1 stk strætómiða á dag.
Gallar: Kem heim 15 mín seinna en ef ég tæki strætó.

Hef hingað til gert þetta ca. einusinni til tvisvar í viku, en afhverju ekki bara alla dagana? Þar til það verður hjólafært allavega.

Jæja sjáum til hver loka dagsetningin á þessari ákvörðun verður.

1 ummæli:

Refsarinn sagði...

Góð hugmynd systir góð. Lykil ath að gera bara eitthvað ánægjan kemur svo eftirá.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...