26. mars 2008

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavík síðdegis spyr á visi.is: "Á Reykjavíkurflugvöllur að víkja fyrir íbúabyggð?" og svarmöguleikarnir eru þrír:
-Já, að hluta
-Já, alveg
-Nei.

Fyrir ekki svo löngu hefði ég ekki hikað við að svara þessu "já, alveg". En það var þegar eini valmöguleikinn var að flytja hann til Keflavíkur. Nú er ég á þeirri skoðun að frekar vil ég hafa hann þarna áfram heldur en að færa hann með miklum tilkostnaði í um nokkra kílómetra, annað hvort upp á Hólmsheiði eða út á Löngusker. Báðir þeir möguleikar eru ómögulegir að mínu mati og þá er betra að hafa flugvöllinn þar sem hann er. Svo ég vil ekki svara "já, alveg" og valda þeim misskilningi að þar með sé mér alveg sama hvert hann er fluttur.

Svarmöguleikarnir hefðu mátt vera:

-Já og flytja hann til Keflavíkur
-Já og flytja hann innan Reykjavíkur
-Nei

og þá hefði ég getað svarað án vandræða.
En það er rétt að taka fram að ég fer afar sjaldan innanlands með flugi, líklegast u.þ.b. 1x á hverjum 5 árum. Og það er svo að ég fer oftar til útlanda í flugvél heldur en innanlands og finnst það ekki tiltökumál að fara til Keflavíkur til þess.

2 ummæli:

Refsarinn sagði...

Sammála þér að mestu leiti systir góð nema ég vil völlinn í burtu.
Ég held að þegar menn fara að skoða þessar hugmyndir um flutninga á vellinum annað en til kef þá hljóti menn að sjá hve heimskulegt það er og gera það eina rétta.

BbulgroZ sagði...

Við eigum eftir að líta í baksýnisspegilinn eftir c.a. 20-30 ár og hrista hausinn okkar duglega yfir því að hér hafi verið þetta skrímsli sem flugvöllurinn er. Það hlítur að vera hægt að byggja flugvöll á einhverjum gábbulegum stað og með samgöngur til og frá honum í hug, lest eða eikkað slíkt.

FLUGVÖLLINN BURT!!

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...