15. júní 2008

7 km labb, skokk og hjól.

Ég og Hrund fórum í gær að heiman, Hrund hjólandi og ég á tveimur jafnfljótum. Stefnan var á Kópavoginn.






Bláa línan sýnir hraða.

Græna línan sýnir hvort farið er upp eða niður í landslaginu (eða elevation) í metrum talið en þar sem ég tók ekki með mælistikuna fyrir þá línu segir hún kannski ekki mikið.

Fyrstu 3 km fór ég á góðu og jöfnu skokki sem sést svo fallega á línuritinu hinu fyrra en ég klippti í sundur línuritið til að það sæist betur.

Veðrið var mjög gott til hreyfinga, enn nokkuð skýjað og léttur vindur. Fljótlega eftir þessa 3 km fórum við Hrund að prófa nýjar leiðir. Stundum er gaman að fara ókannaðar slóðir (þá á ég við slóðir sem ég hef ekki sjálf farið) og við ákváðum að fara til vinstri í stað hægri þar sem stígurinn í Fossvogi greinist.
Þá vorum við komnar á þennan líka fallega skógarstíg, sem því miður endaði í uppgreftri og vinnusvæði. Svo við fórum aðeins til baka (höfðum séð ótrúlega girnilega brú örlítið fyrr sem leiddi lengra inn í skógarsvæðið) og héldum ferð okkar áfram um ókannaðar slóðir. Sá stígur endaði sem mjög þröngur slóði og við lyftum hjólinu yfir hlið (sem kom aðeins seinna í ljós að var óþarfi) til að komast út á Kringlumýrarbrautina.
Síðan vorum við svo bjartsýnar að telja að við kæmumst í gegnum vinnusvæðið þar sem verið er að búa til nýjan veg hjá Lundi, en það reyndist blindgata og enn og aftur snérum við við.
Það er ástæðan fyrir því hversu upp og niður seinni helmingurinn af ferðinni er.
En ferðalagið var mjög skemmtilegt.
Í lokin má sjá hækkunina við það að fara inn í Kópavoginn og upp á hálsinn að listasafninu og síðan lækknunina aftur á áfangastað.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

elsku vinkona!
Ég fer að þurfa endurskoðanda til að lesa úr þessu tölu-bloggum hérna!!!
Styð þig heilshugar í heilbrigðum lífsstíl að sjálfsögðu, en PLÍS komdu með eitt blogg með ENGUM tölum!! Það er verðugt verkefni stærðfræðingurinn yðar!

kveðja inga í öðru veldi, deilt með þremur!!!

Nafnlaus sagði...

Úfff hvað þú ert dugleg... Á þessum bænum felst hreyfingin í að labba í og úr bílnum... þetta gengur nottla ekki sko.. En áfram Bjarney hlaupagarpur
kveðja frá Irps

Refsarinn sagði...

Samkvæmt grafi hefur þú náð hámarkshraðanum 17,5 km/klst sem er nokkuð rösklega hlaupið. Rákust þið í geitungabú á leiðinni eða hvað?

Nafnlaus sagði...

Bara að skilja eftir mig spor...það er svo langt síðan að ég hef kvittað hjá þér. Vona að þið hafið það öll gott :)

Kveðja, Auður.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...