4. júní 2008

Villtar jurtir

Fór í gær á einstaklega áhugavert námskeið um villtar jurtir og nýtingu þeirra. Það var Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sem bauð upp á námskeiðið. Við fórum þrjár saman ég, mamma og Minna frækna og í Keflavíkinni var Hildur móðursystir ein af þeim sem kom þessu námskeiði á koppinn.

Í upphafi hélt grasalæknir fyrirlestur um hinar og þessar jurtir og hvaða virkni þær hafa og hvernig best sé að meðhöndla þær.
Síðan var stigið upp í rútu og ekið um Suðurnesin og stoppað á 3 stöðum og jurtir skoðaðar og tíndar. Við vorum helst til of snemma á ferðinni fyrir sumar plöntur í það minnsta en fundum þó margar mjög fallegar og kröftugar plöntur.
Á eftir hvert stopp voru jurtir settar í hitabrúsa með heitu vatni í til að úbúa te sem var drukkið í lok ferðarinna.

Ég og mamma vorum með brúsa og í hann settum við lauf af túnfífli, haugarfa, maríustakk, vallhumal og eitthvað fleira og úr því varð þetta líka ljómandi góða te sem án efa hefur gert okkur mikið gott.

Þegar heim var komið breiddi ég úr þeim plöntum sem ég átti til á handklæði inni í eldhúsi til þurrkunar. Þá hef ég mestan áhuga á brenninetlunni því hún á að vera svo góð fyrir blóðið (bæði hreinsandi og aukandi). En brenninetluna verður að þurrka áður en hægt er að neyta hennar. Svo er hún víst frekar römm á bragðið svo best er að hafa fleiri jurtir með í teinu.

Þetta finnst mér allt saman vera ákaflega spennandi og skemmtilegt. Læt svo fylgja hér með tvær heimasíður sem Hildur móðursystir benti á og eru svona ansi skemmtilegar og fróðlegar.

Viskubrunnur - Galdralýsingar á Ströndum
Náttúra

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

"Minna frækna" : ) veit ekki hvort þú vitir eitthvað um hana Minnu sem við vitum ekki.

En jú áhugavert og gaman væri að fá sýnishorn af þessu frá ukkur við tækifæri.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Ha ha. Þetta er of skemmtilegt stafarugl til að leiðrétta.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...