7. júní 2008

Kvennahlaupið


Í grenjandi rigningu í Garðabæ á Garðatorgi var lagt af stað í kvennahlaupið kl. 14 í dag. Þær allra duglegustu lögðu af stað korteri fyrr í 10 km hlaupið.

Ég sjálf hljóp 5 km en Eyrún og mamma fóru 2 km. Hrund gat ekki tekið þátt því strax eftir upphitunina fór hjartað hennar af stað í oftakt sem er vandamál sem hún hefur þurft að glíma við. Hún er á töflum sem eiga að koma í veg fyrir þetta, en þær virka bara ekki alltaf.

Það var góð stemning á staðnum þrátt fyrir bleytuna. Á vef Sjóva má sjá myndir frá hlaupunum víða um land. Því miður engin mynd af mér og mínu fólki.

Og þá koma staðreyndirnar. Hlaupaleiðin mín var nokkuð strembin að mínu mati. Brekkur bæði upp og niður. Ég var 33 mín. og 44 sek. að fara leiðina og er bara nokkuð sátt við það.
Myndin sýnir hvernig nýja fína tækið mitt teiknar upp hlaupið. Uppi er leiðin sem hlaupin var. Blágræni punkturinn sýnir u.þ.b. upphaf hlaupsins sem svo endar á sömu götu og niður í krókinn. Línuritið sýnir svo hraðann.
Meðalhraðinn hjá mér var 8.7 km/klst. Hámarkshraðinn 13,2 km/klst.
Virkilega skemmtilegt að taka þátt í þessu þrátt fyrir rigninguna. Við vorum holdvotar eftir hlaupið þrátt fyrir regnfötin því manni hitnar við hlaupið og þá verður að renna frá. Ég var líka í lopapeysunni minni svo mér varð ansi heitt.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Hæ, þetta var fínn tími hjá þér. Ég sá þig ekki en held að ég hafi verið 44mínútur(labbaði upp brekkurnar í Garðabæ þó þær séu barnaleikur miðað við Grafarholtið.) Stoltar og blautar konur við rásmarkið-flott hjá okkur! Guðlaug

BbulgroZ sagði...

Til hamingju með þetta

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...