24. júlí 2010

Hjólaferð um suðurnesin.






Þetta er rétt hjá Eyrúnu ég ætlaði að skrifa texta með myndinni. Við sem sagt fórum í þessa skemmtilegu hjólaferð í frábæru veðri. Vorum 24 allt í allt (ef ég man rétt) þar af 3 sem sátu í barnasætum.


Nokkrar staðreyndir um ferðina:
Heildarvegalengd: 27 km. (Keflavík-Sandgerði 11,5 km, Sandgerði-Garðskagaviti 6,5 km, Garðskagaviti-Keflavík 9 km)

Hjólatími (tíminn ekki stoppaður í styttri stoppum): 1 klst og 57 mínútur.

Meðalhraði: 14 km/klst

Við höfum bíl með kerru með okkur alla leið. Honum var ekið nokkra kílómetra á undan og beið svo. Það kom sér vel því sumir, sérstaklega af yngrikynslóðinni urðu ansi þreyttir. Enda ekki skrítið þar sem litlu hjólin þarf að stíga hraðar en þau stærri.


Á leiðinni eru engar brattar brekkur, aðeins aflíðandi. En sú lengsta og brattasta af þeim var strax í upphafi. Við hófum og enduðum hjólreiðarnar við Duus hús í Keflavík.


Í Sandgerði fengum við okkur að borða og skoðuðum svo Fræðasetrið sem er náttúrugripasafn og hluti af því er innréttað eins og var í skipinu Pourquoi pa? og er það mjög svo áhugavert að upplifa og sjá. Það var mótvindir þegar við hjóluðum frá Sandgerði og út á Garðskaga og nokkrir voru þarna farnir að finna til þreytu, enda voru ferðalangar mjög mis vanir hjólreiðum, en tilgangur ferðarinn var ekki að fara hratt yfir og við stoppuðum af og til og hér og þar og fengum þá fræðslu frá Hildi móðursystur um landið og söguna en hún er einstaklega fróð um þetta landsvæði.


Við Garðskagavita tókum við okkur góða og langa hvíld. Fengum okkur aftur að borða og lögðumst/settumst á grasið og höfðum það notarlegt. Nokkrir vildu komast upp í vitann, en til að gera það þarf að fá lykil í þjónustumiðstöðinni. Enginn fær að fara upp í vitann sem er yngri en 18 ára nema í fylgd því vitinn getur verið varasamur ef menn fara ekki gætilega. En það var vel þess virði að fara upp í vitann því útsýnið efst úr honum er frábært.


Við lögðum af stað á hádegi og vorum komin aftur til Keflavíkur kl. 18. Svo allt í allt var þetta 6 klst ferðalag. En það var virkilega gaman og ferðafélagarnir skemmtilegir. Svona ferð verður endurtekin, það er bara eftir að finna út hvert við förum næst.


1 ummæli:

Eyrún sagði...

Awesome, ég er búin að blogga um það líka! Og ætlaðir þú ekki að bæta einhverjum texta við? Mig minnir að þú hafir sagt mér það!
-Eyrún

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...