23. ágúst 2010

Fleiri hjólafréttir


Á heimleið í dag prófaði ég að hjóla Hverfisgötuna og er það í fyrsta skipti eftir að hún var gerð að hjólavænni götu. Ég varð fyrir miklum vonbrygðum og fannst alls ekki gott að hjóla hana eins og hún er núna. Ekki nema bara akkúrat þegar ég var á grænmáluðu strimlunum.
Það sem er að (að mínu mati) er að af og til þarf að fara inn á götuna sjálfa, þar sem þrengingar eru og á gatnamótum. Mér fannst það óþægilegt og stressandi. En ég stefni þó að því að hjóla þetta aftur því það er kannski ekki alveg að marka svona í fyrsta skiptið.
Annað; Á einum stað kom hjólandi vegfarandi á móti mér á græna strimlinum. Er það ekki misskilningur hjá viðkomandi hjólreiðamanni? Eiga hjólreiðamenn ekki að halda sig hægramegin á götunni?

2 ummæli:

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Hjólaði aftur upp Hverfisgötuna í hádeginu í dag. Og er enn á sama máli, þetta fyrirkomulag er ekki nógu gott.

Eiginlega alla leiðina var ég á eftir einum bíl og hélt vel í við hann. Og það var óþarfi að fara inn á grænurendurnar.
Hverfisgatan er þannig að það er ekki erfitt eða óþægilegt að hjóla á götunni sjálfri. En það sem er gott við þetta er að bílstjórar eru meðvitaðri um hjólreiðamenn og tillitsamari fyrir vikið.

Árni sagði...

Sæl Bjarney
Gaman að fylgjast með þínum skrifum.
Það er rétt að það á að hjóla í austur eftir hjólareininni og í vestur eftir akrein í vestur með hjólavísunum máluðum í götunni.

Þetta er tilraunaverkefni hjá borginni þannig að þetta er vonandi ekki endanleg útfærsla. Hönnun á reininni er þó alveg rétt fyrir öryggi hjólreiðamanna. Það er öruggara að ljúka hjólarein þegar koma þrengingar og gatnamót. Þarna rekst á "öryggistilfinning" og "öryggi" hjólreiðamanns, sem er ekki sami hluturinn. Hjólreiðamaður þarf að líta aftur og færa sig inn í umferðarstrauminn í ráðandi stöðu á akrein áður en hjólarein lýkur. Þar taka við hjólavísar en þeim var lýst hér: http://www.lhm.is/lhm/pistlar/299-hjr-reykjavr-

Grænu punktarnir eiga að afmarka "shared space" eða sameiginleg rými bíla, hjólandi og gangandi þar sem vegfarendur eiga að taka tillit til hvors annars og umferð á að vera hæg. Umferðin á Hverfisgötu hefur verið of hröð en hraðamörkin eru 30 km. Vonandi verður gatan öll endurbyggð í þeirri mynd að hraðamörk halda og þægilegt verður að hjóla hana alla í framtíðinni.

Hjólarein bætir örygistilfinningu hjólreiðamanna og eykur þannig vonandi hjólreiðar. Upp brekkuna gerir hún bílum kleift að fara framúr og minnkar þannig tilfinningu hjólreiðamanna fyrir að þeir séu að halda aftur af umferðinni. Hverfisgatan er þó alveg örugg til hjólreiða í núverandi mynd miðað við að hjólreiðamaður hagnýti sér tækni samgönguhjólreiða.
Leiðbeiningar til hjólreiðamanna um samgönguhjólreiðar eru hér:
http://www.fjallahjolaklubburinn.is/content/view/521/90/
og fyrir bílstjóra hér:
http://arnid.blog.is/users/f7/arnid/files/hjolrei_ar-100426-bilar.pdf

kv. Árni

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...