Elías smíðaði kerru til að tengja við hjólið mitt. Mamma og pabbi eru með hana í prufukeyrslu núna, eru búin að fara út í búð og kaupa í matinn og fleira. Hafa komið með ýmsar ábendingar um betrumbætur, sem er gott að fá.
Einn kosturinn við þessa kerru er að hún tekur lítið pláss í geymslu, en hún leggst saman. Þ.e. dekkið og armurinn leggjast inn á kerruna þegar hún er ekki í notkun og það fer ótrúlega lítið fyrir henni.
Hugmyndin að kerrunni kom frá mömmu og pabba því þau eru að plana að hjóla hringinn næsta sumar. Þá þurfa þau meiri farangur með sér og kerra sem dregin er eftir hjólinu gæti verið góður kostur. Þau báðu Elías um að leita eftir notaðri kerru á netinu, því svona kerrur kosta töluverðan pening nýjar út úr búð. Elías fór að leita, en fann ekki notaðar til sölu en sá hinsvegar margar gerðir og útgáfur af svona kerrum og taldi sig vel geta smíðað eina slíka. Svo hann gerði það og þetta er afraksturinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
1 ummæli:
Algjörlega frábær smíði hjá Elíasi snillingi. Kerran reynist vel og voru athugasemdir smávægilegar, en auðvitað til að gera þetta þægilegra og betra.
Með notkuninni finnst hvað er gott að hvað mætti vera betra. Við hugsum aðallega í léttleika og að það taki á sig sem minnstan vind. Við erum núna að hugsa um að sleppa kössunum á kerruna og hafa þess í stað segl. Þannig getur maður haft á kerrunni mismunandi stærðir og lengdir á hlutunum, s.s. tjald og svefnpoka. Kassarnir takmarka hvað hægt er að hafa. Það fundum við í gær þegar við settum körfu í kassann að hann var ekki nógu stór.
En þetta er frábærlega skemmtilegt og gaman að prófa sig svona áfram
Skrifa ummæli