Á árinu hjólaði ég samtals 2.760 km og var 165 klst og 46 mínútur að því. (Það eru 612 km meira en ég hjólaði árið 2009)
Þetta var gott hjólaár og rættust draumar um að hjóla lengri vegalengdir og að fara í dagshjólatúra með góðu fólki. Jafnframt því að það vakti upp nýja drauma um lengri ferðir og fleiri.
Við hjóluðum Hvalfjörðinn einn daginn í fínasta veðri. Og svo var skipulögð fjölskylduvænni ferð um Suðurnesin og þar vorum við næstum of heppin með veður þar sem sólin skein allan daginn og nokkrir voru sólbrenndir á eftir. En við ætlum okkur að endurtaka þann hring á árinu 2011.
Af einhverri ástæðu hef ég vanið mig á það að telja þá hjólreiðamenn sem ég sé á morgnana þegar ég hjóla til vinnu. Og af því tilefni ætla ég hér að setja inn upplýsingar um þær tölur. Talning á sér stað milli kl. 7:30 og 8:00 þá virka daga sem ég mæti til vinnu.
Mesti fjöldi hjólandi sem ég sá á einum morgni voru 64 þann 17. maí. Þá var átakið hjólað í vinnuna í hámarki og ég hjólaði um Fossvogsdalinn en þar eru alltaf mjög margir að hjóla a.m.k. á sumrin. Næst mest voru það 50 (svona til samanburðar).
Að meðaltali sá ég þetta marga hjólreiðamenn á morgnana hvern mánuð:
Janúar - 2 á dag
Febrúar - 2 á dag
Mars - 3 á dag
Apríl - 7 á dag
Maí - 17 á dag
Júní - 16 á dag
Júlí - 8 á dag (þá var ég sjálf í sumarfríi og greinilega fleiri líka)
Ágúst - 20 á dag
September - 7 á dag
Október - 6 á dag
Nóvember - 5 á dag
Desember - 2 á dag.
Bara í janúar, febrúar og desember komu dagar þar sem ég sá engann hjólreiðamann á leiðinni. Þeir voru ekki margir dagarnir sem ég sleppti að hjóla vegna veðurs, en þó einhverjir. Lengst var ég 35 mínútur í vinnuna en þá var snjór yfir öllu og ekki búið að moka stígana og ég þurfti að teyma hjólið þónokkuð því það var of þungt að hjóla. Fljótust var ég 14,36 mínútur. Það var 23. júní í góðum meðvindi.
Samtals hjólaði ég 219 daga af árinu og hef ég þá að meðaltali hjólað 12 km í hverri ferð. 146 daga hjólaði ég ekki neitt.
Ég var ekki eins dugleg að hlaupa á árinu. Hljóp ekki nema 35 km allt í allt (það eru 81 km minna en árið 2009), en takmarkið er að bæta það heilmikið á nýju ári. Og mun ég stefna á að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar.
Þessar upplýsingar get ég nálgast vegna þess að ég skrái allar mínar hjólaferðir og hlaup inn á síðuna http://www.hlaup.com/ og hún býður upp á og heldur utan um svona tölur fyrir mann. Með smá reikni kúnstum getur maður svo fundið út hitt og þetta í tengslum við það. Frábær síða að mínu mati.
2. janúar 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
Þetta er reglulega skemmtilegt að geta haldið svona utan um þetta. Mig langar að gera eins og ætla að prófa þessa síðu sem þú nefnir.
Þetta er frábær árangur hjá þér Bjarney og bara áfram svona.
Sæl
Má ég nota mér þessar talningar þínar í umfjöllun um fjölda hjólreiðamanna á heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna? Þarna er nefnilega kominn árstíðasveifla til að stilla af talningar á hjólreiðamönnum sem venjulega hafa verið gerðar í október eða jafnvel í janúar. Það verður auðvitað að taka þessu með fyrirvara en þetta eru þó sennilega bestu gögn sem til eru á Íslandi yfir þessa árstíðasveiflu.
ps. endilega haltu áfram á þessu ári.
kær kveðja
Árni Davíðsson
formaður Landssamtaka hjólreiðamanna
www.LHM.is
Glæsilegt!!
Skrifa ummæli