Svo er annað sem hefur angrað mig svolítið. Það eru hnapparnir sem nota þarf til að komast yfir götur hér og þar. Þeir eru svo oft "vitlausu megin" á stígnum, þ.e. vinstra megin sem gerir erfitt að halda þeirri góðu reglu að vera hægra megin, sérstaklega ef einhver er að koma á móti. Svo líka eins og sést á þessari mynd þá er oft töluvert langt í staurinn og þarf ég stundum að fara af hjólinu til að ná í hnappinn. Ég hugsa nú að þarna nái maður að teygja sig en það er ekki allstaðar þannig.
Og síðast en ekki síst. Um daginn heyrði ég á tal tveggja drengja á aldrinum 15-20 ára þegar þeir voru nýkomnir yfir götu á móti rauðu ljósi og annar sagði við hinn: "... á hjóli gilda ekki umferðareglur..."
Vonandi er þetta ekki eitthvað sem menn almennt halda því að sjálfsögðu gilda umferðareglur um alla vegfarendur, sama hvaða ferðamáta þeir velja.
1 ummæli:
Ég hjólaði fram hjá holunni í gær og þá var búið að setja viðvörunakeilu við holuna. Það er vonandi bara fysta skrefið í átt að því að lagfæra ástandið.
Skrifa ummæli