Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa það sem af er apríl. Margir hafa dustað rykið af hjólunum sínum og það sést á talningatölunum mínum á leið til vinnu. Í mars var algengast að sjá 8 á hjóli á leið minni til vinnu eftir stígnum við Sæbraut. En það sem af er þessum mánuði (þessa 4 virku daga) hefur bæst við töluna á hverjum degi.
Á þriðjudag sá ég 8, á miðvikudag 12, í gær 15 og í morgun 17. Hvar endar þetta, maður bara spyr sig?
Þetta er mjög jákvætt og allir halda sig hægra megin. En það er kannski af því að þá er ég í víkjandi stöðu miðað við skiptinguna á hjólareininni (sem er þó óðum að hverfa).
Á heimleiðinni er þetta oft flóknara því þá eru fleiri á stígnum, á öllum aldri og fararmátinn fjölbreyttari. Og sumir hjólreiðamenn eiga það til að víkja ekki út af hjólaræmunni fyrr en í síðustu lög og þá er maður farin að velta því fyrir sér hvort viðkomandi hafi yfir höfuð komið auga á sig og ég er oft farin að undirbúa að fara út í grasið til að forða árekstri. Sem betur fer hefur ekki komið til þess enn.
Nú er ætlar borgin ekki að halda við þessum línum sem skipta stígnum í gangandi og hjólandi og ég veit af hverju það er og er sammála að þessi ræma hentar ekki þar sem hjól geta ekki mæst innan línunnar og þá er maður í raun að brjóta lög við að fara yfir heila línu þegar víkið er fyrir þeim sem koma á móti. En menn eru orðnir vanir þessari skiptingu og halda sig almennt réttu megin við strikið (sem var alls ekki raunin í upphafi því þá var mjög algengt að menn gengju á línunni sjálfri). Þannig að nú þegar línurnar eru að hverfa þá er komin upp óvissa. Margir ganga alltaf lengst til vinstri (hef velt fyrir mér hvort það sé af því að í gamla daga þá var manni kennt að ganga á móti umferð þar sem ekki eru gangstéttar) en ef svona blandaður stígur á að ganga upp þarf að vera hægri regla. Þ.e menn halda sig hægra megin og það er tekið framúr vinstramegin. Vonandi verður það þannig þegar til kemur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli