Um páskana afrekuðum við fjölskyldan (eða stór hluti af henni) að ganga ALLAN Langholtsveginn, frá Suðurlandsbraut að Sæbraut. Öll fjögur lögðum við af stað en misstum einn fjölskyldumeðliminnn frá okkur við Holtaveg, því var ekki við bjargandi. En við stelpurnar héldum ótrauðar áfram. Teljum við að þetta sé einstakt afrek sem ekki hefur áður verið skráð á spjöld sögunnar (svo vitað sé). Höfðum við bæði gott og gaman af göngutúrnum sem var allt í allt 5 km.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
2 ummæli:
Af miklu harðfylgi tók ég þátt í þessu þrekvirki en gafst upp á seinni hluta ferdarinnar vegna ólæknandi leti.
Haha "misstum einn fjölskyldumeðlim á leiðinni", já þetta var mjög gaman og mikið afrek!
-Hrund Elíasdóttir
Skrifa ummæli