26. apríl 2013

Síðasti vetrardagur - veðufar.

Hjólaði í vinnuna síðasta vetrardag (eins og flesta aðra daga).  Þegar ég lagði af stað féllu eitt og eitt snjókorn af himni en það var svo lítið að ég ákvað að fara ekki í hlífðarbuxurnar (þær fengu að vera í körfunni).  Ekki nema um 5 mín seinna hafi hressilega bætt í snjóinn og ég fór í buxurnar og kveikti blikkljósið aftan á hjólinu..  Nokkrum mínútum seinna var snjókoman orðin svo þétt að varla sást úr augum og ég endaði á því að taka ofan gleraugun því snjórinn settist jafnóðum á þau.  Sem betur fer var næstum logn þennan dag.  Fyrstu myndina tók vinkona mín á leið sinni til vinnu eftir Sæbraut.

Seinni myndin flakkaði um á Facebook.  Því staðreyndin var sú að það snjóaði hressilega en bara rétt í um klukku stund og svo skipti algjörlega litum og sólin fór að skína. 
Þegar ég hjólaði heim var varla nokkur snjór sjáanlegur og það litla sem var eftir hamaðist við að bráðna.  Stígurinn leit úr eitthvað á þessa leið (mynd fengin af Facebook og er ekki af leiðinni sem ég hjólaði eftir).
 

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...