24. júní 2013

Fyrsti hjólateljarinn í Reykjavík

Hann er staðsettur við Suðurlandsbraut rétt áður en komið er að Kringlumýrarabrautinni sé maður á leið vestur í bæ.
 
Það er virkilega gleðiefni að búið er að setja upp einn slíkann hér hjá okkur og vona ég að þeim fjölgi og verði víðar um borgina og nágranna bæi í framtíðinni.  Hef ég bætt við slóð undir liðnum "Áhugaverðar síður" þar sem hægt er að sjá stöðuna á mælinum og línurit sem sýnir tölurnar unandfarna daga.
 
Eini gallinn er að tæki snýr ekki rétt að mínu mati.  Það ætti að snú á móti þeim sem kemur eftir stígnum svo tölurnar sjáist betur (þarf þá að vera með tölum báðu megin) eins og er á myndinni hér fyrir neðan sem tekin er í Kaupmannahöfn.

Í morgun gerði ég mér sértsaklega ferð bakvið okkar tæki til að athuga hvort tölur væru aftan á því líka, en svo er ekki.  Þó get ég ekki betur séð en að það sé skjár og allur möguleiki á því að hafa tölur báðu megin.

1 ummæli:

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Ég var 248. hjólreiðamaður dagsins í gær þegar ég hjólaði heim úr vinnunni.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...