26. september 2013

Kostnaðarsamt hjólaár.


Þetta ár hefur verið mér óvenju kostnaðarsamt hvað hjólið varðar. Í byrjun árs var alltaf að springa hjá mér og kom í ljós að naglarnir í öðru dekkinu voru farnir að stingast úr vitlausu megin.  Keypti ég mér því eitt nýtt nagladekk (hitt þarf að endurnýja líka en vonandi get ég notað það fram á næsta ár).

Svo þarf af og til að stilla og lagfæra bremsur og gírabúnað (en það kann ég ekki að gera sjálf svo þá er farið með hjólið á verkstæði).

Núna í september fékk ég nýjan hnakk, nýja afturgjörð nýjan grískipti að aftan og víra bæði í bremsur og gíra.

Allt þetta hefur kostað mig 65.840 kr og man ég ekki eftir að hafa notað svona mikinn pening í hjólið á einu ári. Þetta er svipað og kostar að kaupa kort í strætó (9 mánaðakort kostar 49.900) en ég fæ meira út úr því að hjóla en að taka strætó og sé því ekki eftir peningnum.

Á næsta ári stefni ég á að kaupa ný sumardekk þar sem þau eru orðin léleg og ég þarf líka að kaupa annað nagladekk en vonandi ekki fyrr en fyrir veturinn 2014-2015. 

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...