1. október 2013

September 2013

Hjólaði samtals 258 km í mánuðinum. Þar af 212 til og frá vinnu og 46 í annarskonar erindi.
Tók einn orlofsdag en hjólaði alla hina 20 vinnudagana.
Sá að meðaltali 14 á hjóli á dag til vinnu og 16 á heimleiðinni. Mest taldi ég 31 til vinnu og 32 á heimleiðinni og fæst voru það 8 til vinnu og 5 á leiðinni heim.
September hefur verið frekar kaldur og eru húfa, vetlingar og trefill orðinn staðalbúinaður á morgnana.  Ljósin hef ég kveikt síðustu 3 morgnana en það fer svolítið eftir skýjafarinu hvort það þarf eða ekki.  Svo er ég farin að velta því fyrir mér að setja nagladekkin undir.  Hitinn á mælinum heima í morgun var 1°C og var frost um síðustu helgi svo það fer að verða tímabært.
Hér er svo línurit sem sýnir samanburð milli ára á fjölda hjólara sem ég tel að meðaltali í hverjum mánuði á morgnana á leið minni til vinnu janúar - september.
 
Í maí ár hvert hefst viðburðurinn "Hjólað í vinnun" sem greinilega kemur fólki af stað á hjólin og er gaman að sjá að næstum öll árin fer fjöldi hjólara í sömu töluna þann mánuð.  Sérkennilega dýfan í júlí árið 2010, sjálf var ég í orlofi þann mánuð og líklega þeir aðrir sem hjóla voru í fríi þá daga sem ég hjólaði.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...