Varð fyrir óþægilegri upplifun í morgun þar sem ég datt svo gjörsamlega inn í minn eigin hugarheim að ég tók ekki eftir manni á hjóli sem kom á móti mér fyrr en of seint. Sem betur fer vék hann úr vegi, en þar sem hjólareinin er vinstramegin á stígnum þegar ég hjóla í vinnuna er það mitt hlutverk að víkja fyrir þeim sem hjóla á móti.
Það er orðið ansi dimmt á morgnana og við vorum bæði með ljós á hjólinu, en eins og fyrr sagði þá var ég ekki með hugan við það sem ég var að gera. Mér dauðbrá og veit algjörlega upp á mig skömmina, svo ef viðkomandi einstaklingur álpast inn á þetta blogg þá bið ég hann afsökunar.
Hvað ég var að hugsa um sem gleypti mig svona gjörsamlega get ég ekki munað lengur - sem er líka mjög óþægilegt.
18. október 2013
11. október 2013
Í svona bæ langar mig að búa.
Horfið á þetta myndband (u.þ.b. 15 mín), það fjallar um bæinn Groningen í Hollandi þar sem gangandi og hjólandi eru í miklum meirihluta þeirra sem ferðast um miðbæinn. Og það er ekki tilviljun heldur ákvörðun sem bæjaryfirvöld tóku.
http://www.amara.org/en/videos/hG6YbFt6OlVG/info/?tab=video
Virkilega áhugavert að sjá hvað hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi. Þarna eru allar aðstæður í grunninn góðar en engu að síður hefur þurft áræðni til að fara alla leið og gera bæinn þannig að bíllinn er neðstur í forgangsröðinni og besta leiðin til að ferðast um bæinn er annaðhvort fótgangandi eða á reiðhjóli.
http://www.amara.org/en/videos/hG6YbFt6OlVG/info/?tab=video
Virkilega áhugavert að sjá hvað hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi. Þarna eru allar aðstæður í grunninn góðar en engu að síður hefur þurft áræðni til að fara alla leið og gera bæinn þannig að bíllinn er neðstur í forgangsröðinni og besta leiðin til að ferðast um bæinn er annaðhvort fótgangandi eða á reiðhjóli.
8. október 2013
Nagladekkin komin undir hjólið
Setti nagladekkin undir hjólið í gær eftir vinnu þar sem búið var að spá snjókomu í dag.
Og það stemmdi jörð alhvít í morgun þegar ég fór á fætur, meira að segja bara nokkuð mikill snjór (hátt í 10 cm mundi ég áætla). Lagði snemma af stað þar sem ég gerði ráð fyrir að vera lengur að hjóla. Hvergi búið að skafa snjóinn af stígunum. Valdi að fara Suðurlandsbrautina þar sem hún er merkt "hreinsað fyrst" á fína kortinu sem Reykjavíkurborg tekur til hvar og í hvaða röð stígar eru hreinsaðir - væri betra ef hægt væri að treysta því.
En ég hef upplifað það verra og var komin 10 mín of snemma í vinnuna. Þegar komið er nær miðbænum eru stígar upphitaðir og þar var engan snjó að sjá.
Og það stemmdi jörð alhvít í morgun þegar ég fór á fætur, meira að segja bara nokkuð mikill snjór (hátt í 10 cm mundi ég áætla). Lagði snemma af stað þar sem ég gerði ráð fyrir að vera lengur að hjóla. Hvergi búið að skafa snjóinn af stígunum. Valdi að fara Suðurlandsbrautina þar sem hún er merkt "hreinsað fyrst" á fína kortinu sem Reykjavíkurborg tekur til hvar og í hvaða röð stígar eru hreinsaðir - væri betra ef hægt væri að treysta því.
En ég hef upplifað það verra og var komin 10 mín of snemma í vinnuna. Þegar komið er nær miðbænum eru stígar upphitaðir og þar var engan snjó að sjá.
1. október 2013
September 2013
Hjólaði
samtals 258 km í mánuðinum. Þar af 212 til og frá vinnu og 46 í annarskonar
erindi.
Tók einn orlofsdag en hjólaði alla hina 20 vinnudagana.
Sá að meðaltali 14 á hjóli á dag til vinnu og 16 á heimleiðinni. Mest taldi ég 31 til vinnu og 32 á heimleiðinni og fæst voru það 8 til vinnu og 5 á leiðinni heim.
Tók einn orlofsdag en hjólaði alla hina 20 vinnudagana.
Sá að meðaltali 14 á hjóli á dag til vinnu og 16 á heimleiðinni. Mest taldi ég 31 til vinnu og 32 á heimleiðinni og fæst voru það 8 til vinnu og 5 á leiðinni heim.
September hefur verið frekar kaldur og eru húfa, vetlingar og trefill orðinn staðalbúinaður á morgnana. Ljósin hef ég kveikt síðustu 3 morgnana en það fer svolítið eftir skýjafarinu hvort það þarf eða ekki. Svo er ég farin að velta því fyrir mér að setja nagladekkin undir. Hitinn á mælinum heima í morgun var 1°C og var frost um síðustu helgi svo það fer að verða tímabært.
Hér er svo línurit sem sýnir samanburð milli ára á fjölda hjólara sem ég tel að meðaltali í hverjum mánuði á morgnana á leið minni til vinnu janúar - september.
Í maí ár hvert hefst viðburðurinn "Hjólað í vinnun" sem greinilega kemur fólki af stað á hjólin og er gaman að sjá að næstum öll árin fer fjöldi hjólara í sömu töluna þann mánuð. Sérkennilega dýfan í júlí árið 2010, sjálf var ég í orlofi þann mánuð og líklega þeir aðrir sem hjóla voru í fríi þá daga sem ég hjólaði.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...