Varð fyrir óþægilegri upplifun í morgun þar sem ég datt svo gjörsamlega inn í minn eigin hugarheim að ég tók ekki eftir manni á hjóli sem kom á móti mér fyrr en of seint. Sem betur fer vék hann úr vegi, en þar sem hjólareinin er vinstramegin á stígnum þegar ég hjóla í vinnuna er það mitt hlutverk að víkja fyrir þeim sem hjóla á móti.
Það er orðið ansi dimmt á morgnana og við vorum bæði með ljós á hjólinu, en eins og fyrr sagði þá var ég ekki með hugan við það sem ég var að gera. Mér dauðbrá og veit algjörlega upp á mig skömmina, svo ef viðkomandi einstaklingur álpast inn á þetta blogg þá bið ég hann afsökunar.
Hvað ég var að hugsa um sem gleypti mig svona gjörsamlega get ég ekki munað lengur - sem er líka mjög óþægilegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli