16. apríl 2014

Páskahret


Fór heim á hádegi á föstudag með pest.  Mætti í vinnuna í gær (þriðjudag) en treysti mér ekki til að hjóla þar sem ég var ekki komin með fullan kraft aftur, en vonaðist til að geta hjólaði í dag.  En því miður, enn einn dagurinn sem ég stíg ekki á hjólið og það er leiðinlegt.  Ekki síst vegna þess að mig langar að ná 100% hjóli á virkum dögum til og frá vinnu.  Þeim áfanga náði ég í febrúar en núna í apríl er staðan í 50%, en það eru 6 virkir dagar eftir að mánuðinum svo ég gæti náð þessu upp í rúm 80% ef ég hjóla þá alla.  Það er eitthvað til að stefna að.

En að veðrinu, það sem sagt fór að snjóa í gærdag eftir ágætis vorveður.  Spáð rigningu eða slyddu næstu daga og einhver blástur.

Engin ummæli:

Hjólað í mars

Hjólaði samtals 157 km í mánuðinum þar af 121 til og frá vinnu. Hjólaði 18 af 23 vinnudögum. Byrjaði mánuðinn að jafna mig eftir veikindi og...