Hjólaði 19 af 20 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu, tók einn orlofsdag.
Sá að meðaltali 26 á hjóli á dag til vinnu (fór niður um 1 á síðasta degi mánaðarins) og 28 frá vinnu. Mest taldi ég 42 til vinnu og 46 á heimleiðinni. Að venju er mikil fjölgun á hjólandi í maí út af átakinu "Hjólað í vinnuna" og í ár var met slegið í talningum hjá mér.
Hér til hægri er stöðuuppfæsla sem ég setti á Facebook 29. maí en þá leit út fyrir að meðaltal hjólandi í mánuðinum til vinnu væri 27. Súluritið breytist hinsvegar lítið við að þeim fækki um einn.
Þarna stendur að frá því ég hóf að skrá hjólaferðirnar mína hjá þeim (18. apríl 2013) þá hef ég brennt sem samsvarar 260 hamborgurum (bætt við 22 síðan í april) og hef hjólað 0,089 af leiðnni hringin í kringum hnöttinn og 0,009 af leiðinni til tunglsins. Að meðal hraðinn hjá mér á hjólinu er 14 km/klst og ég hef samtals hjólað í 10 daga, 8 klst og 39 mín.