1. maí 2014

Hjólað í apríl 2014

Hjólaði samtals 224 km í mánuðinum, þar af 157 km til og frá vinnu og 67 km annað.  
Hjólaði ekki nema 15 af 18 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu (náði mér í pest og lá í henni yfir helgi en var svo 3 vinnudaga (+ páska) að ná upp krafti til að hjóla).
Sá að meðaltali 11 á hjóli á dag til vinnu og 16 frá vinnu. Mest taldi ég 16 til vinnu og 38 á heimleiðinni (í gær 30. apríl, mikil fjöldaaukning þessa vikuna).  

Hér er til vinstri er samantektar myndin úr endomondo.
Þarna stendur að frá því ég hóf að skrá hjólaferðirnar mína hjá þeim (18. apríl 2013) þá hef ég brennt sem samsvarar 238 hamborgurum (bætt við 15 síðan í mars) og hef hjólað 0,082 af leiðnni hringin í kringum hnöttinn og 0,009 af leiðinni til tunglsins.  Að meðal hraðinn hjá mér á hjólinu er 14 km/klst og ég hef samtals hjólað í 9 daga, 13 klst og 27 mín. 

Svo auðvitað aðal fréttin frá apríl að ég keypti mér nýtt hjól.

Hér er svo tölfræði af því hún er svo skemmtileg.

Á þessari mynd sést heildar vegalegnd sem ég hef hjólað í hverjum mánuði af þessum fjórum sem liðnir eru af árinu.  Apríl er lægstur út af páskunum og veikindum.

Hér er samantekt á talningu á hjólreiðamönnum á leið minni til vinnu.  Meðaltal er meðaltalsfjöldi þeirra hjólandi sem ég sé þá daga sem ég hjóla til vinnu.

Og hér er svo samanburður milli ára og það er greinilega fleiri sem hjóla yfir vetrarmánuðina.

Viðbót 5.5.2014.  Þetta kom í pósti frá Endomondo

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...