22. maí 2014

Ótrúlegur fjöldi að hjóla núna í maí.

Það stefnir í metár í hjólatalningu hjá mér, eða a.m.k. met mánuð.  Þó mánuðurinn sé ekki liðinn þá stenst ég ekki að gera þessa samantekt.

Á myndinni er sem sagt talning á hjólandi fólki á leið minni til vinnu árin 2011-2014, yfirleitt á tímanum 7:30-8:00 og lang oftast ferðast ég meðfram Sæbraut, frá Holtagörðum og niður í miðbæ.  Þetta eru tæpir 6 km og er ég yfirleitt um 20 mín á leiðinni (fljótust verið 14 min að sumri í meðvindi og öll ljós ótrúlega hagstæð og lengst um klst í þungri vetrarfærð).  Svo ltiaði ég metfjölda hvers mánaðar með gulum lit.

Í maí mánuði í ár hefur veðrið verið einstaklega hagstætt.  Bjart og stillt vel felsta daga það sem af er mánuðinum.  En það var kaldara árið 2013 og enn kaldara 2012 (hef ekki skráð hjá mér veðurfar árið 2011).  Árið 2012 minnist ég á snjóföl um miðjan mánuðinn og 2013 var hitinn rétt yfir frostmarki fyrri hluta mánaðarins.

Eins og sést á myndinni þá er meðalfjöldi hjólandi á dag 18 öll árin nema í ár og stendur hann núna í 27.
Það verður spennandi að sjá hvort sú tala helst út mánuðinn.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...