2. ágúst 2017

Hjólað í júlí 2017

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 253 km, þar af 188 km til og frá vinnu og 65 km annað. 
Sá að meðaltali 11 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.

Hjólaði 11 af 20 vinnudögum, 9 daga var ég í fríi.

Keypti mér nýtt hjól í Hjólaspretti í Hafnarfirði um miðjan mánuðinn.
Hér má sjá fyrsta hjólatúrinn frá verslun og heim. (smellið á textann).  
Og hér er mynd af mér og hjólinu eftir fyrsta hjólatúrinn.

Þetta er Kalhkoff hjól, 8 gíra með ljósi bæði framan og aftan sem knúið er áfram með því að hjóla.  Gírarnir eru inni í öxlinum á afturdekkinu og er mér sagt að það endist mikið betur en þegar gírarnir eru utanáliggjandi þar sem drulla og slíkt kemst ekki að gírbúnaðinum.  Ég smá áhyggjur af vetrarhjólreiðum á þessu hjóli af því dekkin eru mjórri en ég hef verið á, en vonandi eru það óþarfa áhyggjur.  Svo eru fótbremsur á því og það hefur tekið smá tíma að venjast því að geta ekki slegið pedalana aftur.

Mánuðurinn var vætusamur framanað og hér er mynd af mér þar sem ég er komin heim rennandiblaut eftir óvenju mikla rigningu en góðan meðvind á leið úr vinnu.Svo er nokkuð um viðhald og endurnýjun á stígum sem er gott auðvitað en það hefur áhrif á leiðarval.  Hér er framkvæmd óvenju vel merkt og bent á hjáleiðir.


Viðbót 8.8.2017.  Skilaboð frá endomondo

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...