31. desember 2022

Hjólaárið 2022 - tölfræðin

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI

Hjólaði samtals 2.944 km á árinu. Mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 1.657 km og 1.287 km í aðrar ferðir.

En ég hjólaði 205 af 253 vinnudögum ársins. Af þessum 48 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru óvenju margir vegna ófærðar og veðurs eða 7 dagar (6 í febrúar og 1 í mars), 10 vegna veikinda eða heimavinnu og restin er svo orlof eða aðrar ástæður.

Á árinu voru 64 daga sem ég hjólaði ekki neitt og deilist það svona niður á mánuðina (þetta á við hvort sem það er vinnudagur eða ekki):




í janúar, maí og september hjólaði ég alla vinnudagana í vinnuna. Og yfir árið hjólaði ég 81% af vinnudögum til og frá vinnu. Þetta er leiðin sem ég hjóla til vinnu. Vegalengdin er 4,4 km og nokkurnvegin á jafnsléttu.


Stysta leið sem ég get farið eru 2 km í gegnum Laugardalinn en ég vel þessa leið af ýmsum ástæðum. 

Svo er það stóra hjólið sem ég keypti í ágúst 2021 (sjá um það hér). Á því hef ég hjólað 713 km á árinu. Hjólaði ekkert á því í janúar og febrúar því það var á sumardekkjum og færðin bauð ekki upp á það. Í haust lét ég setja undir það nagladekk og get því hjólað á því yfir veturinn. Hef notað það minna í desember út af kulda og snjó. Ég hef mest notað hjólið til að sækja ömmubarn, en líka í ýmislegt annað og er gott að hafa 

Hér er svo hitakortið mitt á Strava fyrir það sem ég hjólaði á árinu.




TALNING: REIÐHJÓL, HLAUPAHJÓL OG GANGANDI

Á morgnanna á leið minni til vinnu tel ég þá sem ég sé á hjóli, hlaupahjóli (rafskútu) og gangandi. Þetta hef ég gert í mörg á og byrjaði á skrá þessar tölur hjá mér árið 2010. Fyrst voru það bara hjólin, svo bættust gangandi við og núna síðustu 2 ár hlaupahjól.

Hér má sjá samanburð á talningu hjólandi árið 2010 og árið 2022. Dekkri línan er 2022


Það er vert að taka fram að þó svo augljóslega megi sjá líkindi milli talninga þessara ára þá er ég ekki að hjóla sömu leðina í bæði skiptin. Árið 2010 vann ég niðri í miðbæ og leiðin sem ég fór til og frá vinnu aðeins lengri en ég hjóla í dag.

Hér er samanburður milli 2021 og 2022. Þá er sama leiðin hjóluð. Ágúst og september í ár toppa öll árin sem ég hef talið.



Hér má sjá tölur yfir flesta og fæsta sem taldir voru eftir mánuðum:



Hér eru meðaltal talninga í mánuði árið 2022 eftir ferðamáta:
Blá súla er hjól, rauð er hlaupahjól og grænn eru gangandi.



STRAVA SAMANTEKT ÁRIÐ 2022

Athugið að hér er líka tekið með það sem ég hef labbað á árinu.








GRUNN UPPLÝSINGAR

Hjólið er mitt aðal farartæki. Það er orðið þannig að ef ég kemst upp með það þá fer ég á hjólinu þangað sem ég þarf að fara. Ég fæ stundum að heyra það að ég sé svo dugleg að hjóla, það er að mínu mati byggt á misskilningi því þetta tengist ekki dugnaði, heldur því að nota þann ferðamáta sem hentar best og er svo lang, lang, lang skemmtilegastur. Hef líka verið spurð hvort það komi ekki morgnar þar sem ég nenni ekki að hjóla í vinnuna. En ég kannast ekki við það. Frekar að vera hrædd um að það sé ekki hægt að hjóla út af veðri eða færð. En núna er ég það heppin að þegar það gerist (eins og í febrúar á þessu ári) þá get ég labbað í vinnuna.

Ég er alveg hætt að hjóla hratt eða hafa það sem markmið að komast á sem stystum tíma þangað sem ég er að fara. Yfirleitt er ég samt fljótari á staðinn en ég geri ráð fyrir.

Allt sem ég hjóla er skráð í Strava, líka stutt skuttl í búð eða hvað sem er. Lang mest er ég að hjóla til að koma mér milli staða en ég á líka til að hjóla bara til að hjóla. Hef ekki nennt að merkja færslur sem samgöngur í Strava, vildi að hægt væri að snúa því við þannig að færslur væru sjálfkrafa merktar sem samgöngur nema annað væri tekið fram.

31.12.2022 kl. 12:20 Færslan uppfærð af því ég skrapp í heimstókn í morgun.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...