Hafið þið prófað að tala eins og maður skrifar? Hvet ykkur til að prófa, það krefst einbeitingar að segja alla stafina og kemur auðvitað fáránlega út.
Mér áskotnaðist jóladiskur KK og Ellenar, Jólin eru að koma.
Þau syngja jólalögin á rólegan og einfaldan máta við gítarundirleik. Fyrst fannst mér þetta svolítið kjánalegt, ég gæti svo vel gert þetta sjálf. En nú finnst mér hann bara vera ljúfur og góður. Þarna fá jólalög eins og Bjart er yfir Betlehem, Hin fyrstu jól og Yfir fannhvíta jörð endurnýjun lífdaga. Menn eru almennt orðnir leiðir á sleðabjöllu-rokk-jólalögum hefur mér fundist og þessi diskur mjög gott andsvar við því öllu saman.
Mæli eindregið með diskinum við alla þá sem vilja hlusta á gömlu góðu jólalögin.
29. desember 2006
27. desember 2006
24. desember
Staðsetning þar sem nýr miði var með annari staðsetningu þar til á endanum þær fundu pakka.
En það sem er skemmtilegra að segja frá er að þegar ég fór á fætur (vakna alltaf fyrst í fjölskyldunni) þá var búið að hengja upp miða í band fyrir framan svefnherbergishurðina okkar. Öðru megin á honum stóð "mamma og pabbi" svo það var augljóst fyrir hvern hann var. Hinumegin var vísbendingin:
Hér er ró og hér er friður.
Hér er gott að setjast niður.
Hugsa sína þyngstu þanka
þar til einhver fer að banka.
Þá er mál og mannasiður
að stana upp og sturta niður.
Og þá tók við löng, löng bið hjá mér eftir hæfilegum tíma til að draga Elías á lappir og elta vísbeninguna. Svo loksins, loksins kom hann á fætur og þá var farið inn á klósett. Þar inni var annar miði sem á stóð öðrumegin "lyklaborð" en hinumegin voru stafir hér og þar á stangli sem ekkert var hægt að lesa úr.
Undir lyklaborðinu var annar miði allur í götum. Þegar sá miði var lagður yfir stafaruglið á fyrri miðanum mátti lesa orðið: plastglös.
Og þá loksins komum við að pakka.
Þetta var frábært framtak af stelpunum mínum sem þurftu að leggja það á sig að vakna kl. 5 til að setja þetta upp til að vera öruggar á því að hvorki ég væri vöknuð né Elías enn á fótum.
En það sem er skemmtilegra að segja frá er að þegar ég fór á fætur (vakna alltaf fyrst í fjölskyldunni) þá var búið að hengja upp miða í band fyrir framan svefnherbergishurðina okkar. Öðru megin á honum stóð "mamma og pabbi" svo það var augljóst fyrir hvern hann var. Hinumegin var vísbendingin:
Hér er ró og hér er friður.
Hér er gott að setjast niður.
Hugsa sína þyngstu þanka
þar til einhver fer að banka.
Þá er mál og mannasiður
að stana upp og sturta niður.
Og þá tók við löng, löng bið hjá mér eftir hæfilegum tíma til að draga Elías á lappir og elta vísbeninguna. Svo loksins, loksins kom hann á fætur og þá var farið inn á klósett. Þar inni var annar miði sem á stóð öðrumegin "lyklaborð" en hinumegin voru stafir hér og þar á stangli sem ekkert var hægt að lesa úr.
Undir lyklaborðinu var annar miði allur í götum. Þegar sá miði var lagður yfir stafaruglið á fyrri miðanum mátti lesa orðið: plastglös.
Og þá loksins komum við að pakka.
Þetta var frábært framtak af stelpunum mínum sem þurftu að leggja það á sig að vakna kl. 5 til að setja þetta upp til að vera öruggar á því að hvorki ég væri vöknuð né Elías enn á fótum.
23. desember 2006
23. desember
22. desember 2006
Upp á stól stendur mín kanna!!!
Það er vísindalega sannað að textinn "upp á stól stendur mín kanna" er réttari en "upp á hól stend ég og kanna".
Í Morgunblaðinu í dag er þetta rakið (og í gær einnig). Þungu fargi er af mér létt. Þessi "upp á hól" texti hefur ekki heillað mig og frekar farið í mínar fínustu.
Í raun er textinn í jólalaginu "Jólasveinar ganga um gólf" samsuða úr tveimur óskildum vísum og þess vegna gengur þetta svona illa upp. En í gamla daga var til eitthvað sem hét könnustóll og þar voru ölkönnur geymdar.
Og hana nú og hopsasa. Vinsamlega hættið að syngja um þennan leiðinda hól.
Í Morgunblaðinu í dag er þetta rakið (og í gær einnig). Þungu fargi er af mér létt. Þessi "upp á hól" texti hefur ekki heillað mig og frekar farið í mínar fínustu.
Í raun er textinn í jólalaginu "Jólasveinar ganga um gólf" samsuða úr tveimur óskildum vísum og þess vegna gengur þetta svona illa upp. En í gamla daga var til eitthvað sem hét könnustóll og þar voru ölkönnur geymdar.
Og hana nú og hopsasa. Vinsamlega hættið að syngja um þennan leiðinda hól.
21. desember 2006
20. desember 2006
20. desember
Þessi vísa, vina mín
vísbendingu geymir
Bakvið glösin sem eru svo fín
Sitthvað nú sig leynir
(-aulahrollur-, ég átti í svo miklu basli við að berja þessa vísu saman og var komin með algjörlega nóg. Svo ég ákvað að koma henni frá mér, þó ég væri langt því frá sátt við útkomuna)
vísbendingu geymir
Bakvið glösin sem eru svo fín
Sitthvað nú sig leynir
(-aulahrollur-
19. desember 2006
Þetta er helst í fréttum.
Í gær lét mamma skipta um hinn mjaðmaliðinn. Þetta gekk svona glimrandi vel hjá henni og í dag fór hún í fyrsta göngutúrinn á nýja liðnum. Það var svo sem ekki langt, svona u.þ.b. í kringum rúmið. En hún er rosalega dugleg hún mamma mín.
Síðan kemur litli bróðir heim með fjölskylduna á morgun. Þá fæ ég að sjá litlu frænkuna mína hana Abeline Sögu í fyrsta skipti. Hún er víst svona ofboðslega brosmild og skemmtileg, bara eins og við hin öll í þessari fjölskyldu.
Já það er aldeilis nóg að gera þessa dagana.
Síðan kemur litli bróðir heim með fjölskylduna á morgun. Þá fæ ég að sjá litlu frænkuna mína hana Abeline Sögu í fyrsta skipti. Hún er víst svona ofboðslega brosmild og skemmtileg, bara eins og við hin öll í þessari fjölskyldu.
Já það er aldeilis nóg að gera þessa dagana.
18. desember 2006
18. desember
Ratleikur:
Brauð
Aftan við sjónvarpið
Undir sófa
Niðri hjá flöskum
Inni í piparkökuhúsi
Rétt hjá jólasveini
Lestu fyrsta staf í hverri vísbendingu.
Brauð
Aftan við sjónvarpið
Undir sófa
Niðri hjá flöskum
Inni í piparkökuhúsi
Rétt hjá jólasveini
Lestu fyrsta staf í hverri vísbendingu.
17. desember 2006
16. desember 2006
16. desember
Önnur fékk þessar leiðbeiningar:
Snúðu baki í dagatalið
- Vinstri snú
- 2 skref áfram
- 2 hliðarskref til vinstri
- Vinstri snú
- 5 hænufet aftur á bak
- Hægri snú
- 4 skref áfram
- Vinstri snú
- Vinstri snú
- 2 skref áfram
- 1 hænufet áfram
- Vinstri snú
- Opnaðu skápinn!
Hin þessar:
Snúðu baki í dagatalið
- 1 hliðarskref til hægri
- 3 skref áfram
- Vinstri snú
- 4 skref áfram
- 3 hliðarskref til hægri
- Hægri snú
- Hægri snú
- Hægri snú
- 3 skref áfram
- Vinstri snú
- 4 skref áfram
- Vinstri snú
- 2 skref áfram
- Leitaðu!
Snúðu baki í dagatalið
- Vinstri snú
- 2 skref áfram
- 2 hliðarskref til vinstri
- Vinstri snú
- 5 hænufet aftur á bak
- Hægri snú
- 4 skref áfram
- Vinstri snú
- Vinstri snú
- 2 skref áfram
- 1 hænufet áfram
- Vinstri snú
- Opnaðu skápinn!
Hin þessar:
Snúðu baki í dagatalið
- 1 hliðarskref til hægri
- 3 skref áfram
- Vinstri snú
- 4 skref áfram
- 3 hliðarskref til hægri
- Hægri snú
- Hægri snú
- Hægri snú
- 3 skref áfram
- Vinstri snú
- 4 skref áfram
- Vinstri snú
- 2 skref áfram
- Leitaðu!
15. desember 2006
15. desember
Og hvað gerir maður svo þegar vísbendingar vantar?
Jú snýr sér að stærðfræðinni. Auðvitað!
Hrund:
Teiknaðu hornréttan þríhyrning
út frá krossinum.
Finndu skurðpunkt a og c þegar
b = 8.5 cm
c = 10 cm
Eyrún:
Teiknaður hornréttann þríhyrning
út frá krossinum.
Grunnlínan er 13 cm
Horn á vinstrihlið grunnlínu
er 35°.
Finndu skurðpunkt (þar sem línurnar
skerast) hæðar- og langlínu.
Nú veit ég ekki hvort kortið prentast rétt út hjá ykkur, en það á að passa á A4 blað til að allt gangi upp.
Jú snýr sér að stærðfræðinni. Auðvitað!
Hrund:
Teiknaðu hornréttan þríhyrning
út frá krossinum.
Finndu skurðpunkt a og c þegar
b = 8.5 cm
c = 10 cm
Eyrún:
Teiknaður hornréttann þríhyrning
út frá krossinum.
Grunnlínan er 13 cm
Horn á vinstrihlið grunnlínu
er 35°.
Finndu skurðpunkt (þar sem línurnar
skerast) hæðar- og langlínu.
Nú veit ég ekki hvort kortið prentast rétt út hjá ykkur, en það á að passa á A4 blað til að allt gangi upp.
14. desember 2006
14. desember
13. desember 2006
Yndisleg kvöldstund
Vegna dagatalsins er hugurinn á stöðugri leit að einhverju ódýru en jafnframt sniðugu til að hafa sem verðlaun, því ekki er hægt að ætlast til að þrautir séu leystar án verðlauna.
Um daginn fæddist hugmynd og á mánudag var kort í verðlaun með þessum texta:
"Þetta kort er boðsmiðið á rafmagnslaust kvöld að [og hér er heimilisfang, óþarfi að gefa það upp hér].
Gildistími 12.12.2006 frá því að búið er að snæða kvöldverð til kl. 22.00.
Þá verður kveikt á kertum og spil dregin fram.
Hlökkum til að eiga þessa stund með ykkur.
Mamma og pabbi."
Í gær var 12.12.2006. Matur var óvenju seint á borðum vegna þess að húsmóðirin var á kóræfingu lengur en venjulega, en tilhlökkun lá í loftinu. Og um kl. 20.00 var kveikt á kertum og öll ljós slökkt, líka jólaseríur og útiljós. Það er ótrúlega magnað að ganga um íbúðina við kertaljós og er ekki annað hægt en að mæla með því að fólk prófi þetta.
Kvöldið heppnaðist frábærlega. Við spiluðum "ólsen, ólsen", "Uno", "sæl amma" og "þjóf".
Ekki skemmdi það fyrir að bóndinn á bænum hafði fjárfest í góðgæti handa öllum. Hrund fékk túnfisksalat, Eyrún Skittles, ég Irish Coffee og hann sjálfur bjór.
13. desember
Í dag fáið þið kæru lesendur ekki að taka þátt í vísbendingunni því hún var á þessa leið:
Eltu bandið (bara annað bandið leiðir að vísbendingu).
Og fest við miðann voru 2 bönd sem leiddu fram og til baka um íbúðina.
Eltu bandið (bara annað bandið leiðir að vísbendingu).
Og fest við miðann voru 2 bönd sem leiddu fram og til baka um íbúðina.
12. desember 2006
12. desember
Í dag útbjuggu dæturnar vísbendingar hvor fyrir aðra.
Svona voru vísbendingar frá Eyrúnu:
1. vísbending.
Hér er ró og hér er friður
hér er gott að setjast niður
hugsa sína þyngstu þanka
þar til einhver fer að banka
þá er mál og manna siður
að standa upp og sturta niður!!
2. vísbending.
Hér er þögn
og hér er svart
og rosalega kalt
en mundu að opna mig
sva að birta kemst inn
en ekki loka aftur
því þá verður niða mirkur.
3. vísbending.
Brandur er góður köttur já
en gott að vera lítill
því þar sem hann getur bara verið
en við samt ekki.
4. vísbending.
Stekkjastaur er sagður koma
þetta kvöld og ekki seinna
en er eitthvað á sillu þinni
annað en skórinn sem tillit tánni
5. vísbending
Englakór frá himnahöll
verður alltaf gilltur
en það er minn nú ekki þinn
sem þú leitar að svona seinna
Hrundar vísbendingar voru svona:
1. vísbending
Tölva
2. vísbending.
Hvítt blað með 3 götum og stöfum hér og þar. Það sem átti að gera var að brjóta blaðið saman í miðjunni og legsa í gegnun götin. Þar stóð þá: kók
3. vísbending.
Var af sömu tengun og 2. vísbendingin, nema nú voru götin 4. Orðið sem fékkst var: húfa
Svona voru vísbendingar frá Eyrúnu:
1. vísbending.
Hér er ró og hér er friður
hér er gott að setjast niður
hugsa sína þyngstu þanka
þar til einhver fer að banka
þá er mál og manna siður
að standa upp og sturta niður!!
2. vísbending.
Hér er þögn
og hér er svart
og rosalega kalt
en mundu að opna mig
sva að birta kemst inn
en ekki loka aftur
því þá verður niða mirkur.
3. vísbending.
Brandur er góður köttur já
en gott að vera lítill
því þar sem hann getur bara verið
en við samt ekki.
4. vísbending.
Stekkjastaur er sagður koma
þetta kvöld og ekki seinna
en er eitthvað á sillu þinni
annað en skórinn sem tillit tánni
5. vísbending
Englakór frá himnahöll
verður alltaf gilltur
en það er minn nú ekki þinn
sem þú leitar að svona seinna
Hrundar vísbendingar voru svona:
1. vísbending
Tölva
2. vísbending.
Hvítt blað með 3 götum og stöfum hér og þar. Það sem átti að gera var að brjóta blaðið saman í miðjunni og legsa í gegnun götin. Þar stóð þá: kók
3. vísbending.
Var af sömu tengun og 2. vísbendingin, nema nú voru götin 4. Orðið sem fékkst var: húfa
11. desember 2006
10. desember 2006
9. desember 2006
9. desember
Vísbending dagsins birtist mér svo sterkt þegar ég var að rjúfa svefninn að ég gat engan vegin kúrt lengur. Fór ég því á fætur og undirbjó vísbendinguna. Í eldspítustokk dagsins var þetta blað (sitthvort blaðið fyrir hvora stelpuna).
Í hnífaparaskúffunni var svo annar miði álíkur þeim fyrri.
Alls voru miðarnir 5 sem að lokum leiddu að innsigluðu umslagi.
Og til að fá rétta vísbendinu var miðunum raðað í rétta röð inn í umslagið og þá var lausnarorðið lesið í gegnum götin á miðunu.
Ég er persónulega mjög stollt af þesari vísbendinu. Bæði var gaman að útbúa hana og stelpurnar höfðu gaman af því að leysa úr henni.
Í hnífaparaskúffunni var svo annar miði álíkur þeim fyrri.
Alls voru miðarnir 5 sem að lokum leiddu að innsigluðu umslagi.
Og til að fá rétta vísbendinu var miðunum raðað í rétta röð inn í umslagið og þá var lausnarorðið lesið í gegnum götin á miðunu.
Ég er persónulega mjög stollt af þesari vísbendinu. Bæði var gaman að útbúa hana og stelpurnar höfðu gaman af því að leysa úr henni.
8. desember 2006
Frétt dagsins.
Frétt dagsins er í Blaðinu í dag. Flugvél í bandaríkjunum nauðlenti vegna þess að kona prumpaði.
Þetta var þannig að konugreiið þurfti að losa vind. Henni leið greinilega ekki vel með þetta svo hún ákvað að eyða lyktinni með því að kvekja á eldspítu (gamalt og gott ráð og á sumum heimilum álitið almenn kurteisi). Þetta verður til þess að aðrir farþegar flugvélarinnar kvarta undan brennisteinslykt (í stað prumpufýlu) sem leiðir svo til þess að flugvélinni er nauðlent.
Við yfirheyrslur á farþegum kemur hið sanna í ljós og öllum farþegum nema Prumpulínu er hleypt um borð aftur og vélinni flogið af stað.
7. desember 2006
Sérkennilega byggingar
6. desember 2006
6. desember
Bráðum koma blessuð jólin og
allir farnir að hlakka til því þá
koma jólasveinarnir til byggða.
All flestir krakkar setja skóna út í glugga og
reyna að vera þægari en venjulega í von um eitthvað
ofan í skónum morguninn eftir.
Fjöldinn allur af börnum eiga erfitt með að sofna
nú um þessar mundir.
allir farnir að hlakka til því þá
koma jólasveinarnir til byggða.
All flestir krakkar setja skóna út í glugga og
reyna að vera þægari en venjulega í von um eitthvað
ofan í skónum morguninn eftir.
Fjöldinn allur af börnum eiga erfitt með að sofna
nú um þessar mundir.
5. desember 2006
4. desember 2006
Úff, allt of stutt í jólin.
Er aðeins farin að finna fyrir jólastressinu.
Það er svo margt sem þarf að gera (þrífa og kaupa jólagjafir) og margt sem mig langar að gera (baka piparkökur og föndra). Og mér finnst ég ekki hafa næstum því nógan tíma fyrir það allt.
Árið 2000 fórum við hjónin til Ameríku í nóvember og keyptum þá allar jólagjafir og jólaföt. Það var frábært. Þá lofaði ég mér því að vera alltaf búin að kaupa allt fyrir desember. Það er skemmst frá því að segja að ekkert hefur orðið úr því loforði.
En nú þarf að skipuleggja sig til að allt gangi upp fyrir hátið ljóss og friðar.
Ein smá könnun í lokin.
1. Ætlar þú að senda út jólakort í ár?
2. Nú hef ég heyrt marga tala neikvætt um jólakortin og finnst þau vera til óþurftar og vildu helst sleppa þeim. Finnst þér það líka?
Rétt að taka það fram eins og hjá Gallup að þér er ekki skilt að svara einstaka spurningum.
Það er svo margt sem þarf að gera (þrífa og kaupa jólagjafir) og margt sem mig langar að gera (baka piparkökur og föndra). Og mér finnst ég ekki hafa næstum því nógan tíma fyrir það allt.
Árið 2000 fórum við hjónin til Ameríku í nóvember og keyptum þá allar jólagjafir og jólaföt. Það var frábært. Þá lofaði ég mér því að vera alltaf búin að kaupa allt fyrir desember. Það er skemmst frá því að segja að ekkert hefur orðið úr því loforði.
En nú þarf að skipuleggja sig til að allt gangi upp fyrir hátið ljóss og friðar.
Ein smá könnun í lokin.
1. Ætlar þú að senda út jólakort í ár?
2. Nú hef ég heyrt marga tala neikvætt um jólakortin og finnst þau vera til óþurftar og vildu helst sleppa þeim. Finnst þér það líka?
Rétt að taka það fram eins og hjá Gallup að þér er ekki skilt að svara einstaka spurningum.
3. desember 2006
2. desember 2006
2. desember
Þetta er vísbending dagsins: því miður gat ég ekki sett þetta beint hérna inn sem mynd, en smellið á likinn og þá sjáið þið vísbendinguna.
Og á viðeigandi stað fundust þessi skilaboð:
(Hér er nauðsynlegt að vita að öll tákn eru talin með, en ekki bilin. Þeir sem hafa séð myndina National Treasure ættu að kannast við dulmálið)
65-9-(2,3,4,5)
133-2-15
274-28-8
9-9-13
13-1-3
298-8-5
9-9-13
252-8-11
141-29-21
90-27-1
93-10-15
31-11-9
283-9-4
242-11-3
242-25-12
18-2-(4,5,6)
19-17-(33,34,35,36,37)
242-31-(31,32,33)
284-1-(4,5,6)
107-33-29
298-8-5
9-9-13
242-11-3
109-9-1
108-2-2
302-5-2
90-9-16
133-2-15
274-28-8
9-9-13
13-1-3
298-8-5
9-9-13
252-8-11
141-29-21
90-27-1
93-10-15
31-11-9
283-9-4
242-11-3
242-25-12
18-2-(4,5,6)
19-17-(33,34,35,36,37)
242-31-(31,32,33)
284-1-(4,5,6)
107-33-29
298-8-5
9-9-13
242-11-3
109-9-1
108-2-2
302-5-2
90-9-16
1. desember 2006
1. desember, 1. vísbending.
Ákvað fyrir löngu að setja vísbendingarnar í jóladagatalinu í ár hér inn á þennan miðil (ódýr leið til að halda sig á toppi listans hans Arnars). Sem verður til þess að meiri pressa er á að gera flottar vísbendingar, sem svo leiðir til þess að þær verða lélegri fyrir vikið.
Allavega þá átti ég í miklu basli og andleysi þegar fysta vísbendingin var sett saman og endaði á því að hafa hana eitthvað á þessa leið:
Í stærsta herbergi hússins
Nálægt einu horninu
Hærra en Eyrún en í svipaðri hæð og Hrund.
Dömurnar voru ekki lengi að finna út úr þessu og fengu ofsalega fín jójó að launum.
Annars hef ég verið í óvenju mikilli krísu með dagatalið í ár og hvort það sé sniðugt að halda áfram með það. Nú þegar ég er sú fyrsta í bólið á kvöldin þá er tíminn til að undirbúa vísbendingarnar og fela verðlaunin ekki lengur til staðar. Og það eru fleiri ástæður. En við erum sem sagt komin af stað með það. Það kemur svo í ljós hvernig framvindur.
Á morgun er laugardagur og þá hef ég nógan tíma áður en stelpurnar vakna til að dunda við þetta. Vonandi verð ég hugmyndaríkari þá.
Hugmyndir, dulmál og ábendingar vel þegnar.
Allavega þá átti ég í miklu basli og andleysi þegar fysta vísbendingin var sett saman og endaði á því að hafa hana eitthvað á þessa leið:
Í stærsta herbergi hússins
Nálægt einu horninu
Hærra en Eyrún en í svipaðri hæð og Hrund.
Dömurnar voru ekki lengi að finna út úr þessu og fengu ofsalega fín jójó að launum.
Annars hef ég verið í óvenju mikilli krísu með dagatalið í ár og hvort það sé sniðugt að halda áfram með það. Nú þegar ég er sú fyrsta í bólið á kvöldin þá er tíminn til að undirbúa vísbendingarnar og fela verðlaunin ekki lengur til staðar. Og það eru fleiri ástæður. En við erum sem sagt komin af stað með það. Það kemur svo í ljós hvernig framvindur.
Á morgun er laugardagur og þá hef ég nógan tíma áður en stelpurnar vakna til að dunda við þetta. Vonandi verð ég hugmyndaríkari þá.
Hugmyndir, dulmál og ábendingar vel þegnar.
27. nóvember 2006
M I Ð N Æ T T I
Ég man þá tíð þegar miðnætti var sveipað ævintýraljóma. Þessum tíma sólarhrings var ekki náð vakandi nema um áramótin. Því fylgdi að sjálf sögðu töluverð tilhlökkun en einnig kvíði að vaka svona lengi því flestir hafa heyrt sögur um óhugnanlega hluti sem geta gerst á miðnætti.
Miðnættið hefur misst ævintýraljómann. Í dag fara fáir í bólið fyrir miðnætti og meira að segja börnunum finnst sjálfsagt að vaka fram yfir miðnætti, allavega um helgar og mundu gera það líka á virkum dögum ef ekki kæmu til foreldrar sem reyna af veikum mætti að koma þeim í bólið fyrir þennan áður stórhættulega tíma.
Það er söknuður í sál minni eftir þessari sérstöku tilfinningu sem fylgdi því að vaka fram yfir miðnætti.
Miðnættið hefur misst ævintýraljómann. Í dag fara fáir í bólið fyrir miðnætti og meira að segja börnunum finnst sjálfsagt að vaka fram yfir miðnætti, allavega um helgar og mundu gera það líka á virkum dögum ef ekki kæmu til foreldrar sem reyna af veikum mætti að koma þeim í bólið fyrir þennan áður stórhættulega tíma.
Það er söknuður í sál minni eftir þessari sérstöku tilfinningu sem fylgdi því að vaka fram yfir miðnætti.
23. nóvember 2006
19. nóvember 2006
Fyrsti snjórinn
Frábært að fá fyrsta snjóinn á sunnudegi. Eina umferðin um götuna fram til kl. 14 var fólk í snjógöllum með snjóþotur í eftirdragi fullar af krökkum á leið í brekkurnar geri ég ráð fyrir.
Um leið og siðsamlegum tíma var náð til að skapa hávaða fór ég út að moka snjóinn. Hér sést afraksturinn. Virkilega fallegur mokstur þó ég segi sjálf frá.
Þegar fjölskyldan var vöknuð og komin á ról drifum við okkur í gallana og út. Þá tók við meiri mokstur því þó að snjórinn væri ótrúlega laus í sér þannig að varla náðist að hnoða í snjóbolta skyldi snjóhús byggt! Og í þeim tilgangi var svo til öllum snjó í bakgarðinum mokað saman í hrúgu. Á myndinni er Eyrún að grafa sig inn í hrúguna og Hrund að bæta snjó við.
Síðan var farið inn og drukkið heitt kakó eins og sæmir á degi sem þessu.
Svo fóru Eyrún og Elías út og breyttu öllum snjóhúsabyggingaplönum að eigin geðþótta svo úr var yfirbyggð rennibraut. Og á myndinn fer Eyrún í fyrstu salibunu.
17. nóvember 2006
Beta blogger
Hr. blogg plataði mig til að taka upp nýtt (og skv. honum) betra blogg þ.e.a.s. nýja útgáfu sem heitir: Blogger beta.
Ég get ekki sagt að ég sé sæl með þá útgáfu. Það er tvennt sem breyttist við þetta sem ég hef tekið eftir.
í fyrstalagi: Ég skrái mig inn með sama aðgangi og að gmailinum mínum (sem er allt í lagi)
í öðrulagi: Þegar ég vil kommenta hjá einhverjum þarf ég fyrst að skrá mig inn og síðan get ég kommentað.
Það er óþolandi. Ég vil geta gert eins og áður að skrifa mín komment og svo setja inn aðgangsorð og lykilorð, punktur og basta. En út af þessu hef ég tapa mörgum, mögrum kommentum og þurft að skrifa upp aftur sem er hræðilega leiðinlegt.
Nú hef ég gripið til þess ráðs að kommenta sem "other".
Ef einhver hefur gert þessi sömu mistök og ég og veit hvernig og hvort hægt er að laga þetta endilega látið mig vita.
Ég get ekki sagt að ég sé sæl með þá útgáfu. Það er tvennt sem breyttist við þetta sem ég hef tekið eftir.
í fyrstalagi: Ég skrái mig inn með sama aðgangi og að gmailinum mínum (sem er allt í lagi)
í öðrulagi: Þegar ég vil kommenta hjá einhverjum þarf ég fyrst að skrá mig inn og síðan get ég kommentað.
Það er óþolandi. Ég vil geta gert eins og áður að skrifa mín komment og svo setja inn aðgangsorð og lykilorð, punktur og basta. En út af þessu hef ég tapa mörgum, mögrum kommentum og þurft að skrifa upp aftur sem er hræðilega leiðinlegt.
Nú hef ég gripið til þess ráðs að kommenta sem "other".
Ef einhver hefur gert þessi sömu mistök og ég og veit hvernig og hvort hægt er að laga þetta endilega látið mig vita.
15. nóvember 2006
Aftur í tímann um c.a. 25 ár.
Munið þið eftir ævintýraheiminum sem skapaðist stundum þegar við lékum okkur í snjó og kulda?
Munið þið eftir því að hafa gleymt ykkur í leik úti í kuldanum þar til fingurnir voru svo loppnir að varla var hægt að hreyfa þá lengur? Svo þegar farið var inn í hlýjuna og hitinn kom aftur í fingurnar þannig að mann verkjaði?
Munið þið eftir lopa vettlingunum sem voru svo hlýir en gerðu fingurnar loðna?
Í morgun var 6 stiga frost og vindur og það varð til þess að ég mundi.
Munið þið eftir því að hafa gleymt ykkur í leik úti í kuldanum þar til fingurnir voru svo loppnir að varla var hægt að hreyfa þá lengur? Svo þegar farið var inn í hlýjuna og hitinn kom aftur í fingurnar þannig að mann verkjaði?
Munið þið eftir lopa vettlingunum sem voru svo hlýir en gerðu fingurnar loðna?
Í morgun var 6 stiga frost og vindur og það varð til þess að ég mundi.
13. nóvember 2006
Breytingar
Glöggir menn taka eftir því að búið er að flokka skemmtilega bloggara í tvo hópa.
Leitast verður eftir því að hafa þessa flokka sem næst sannleikanum í framtíðinni.
Menn geta sótt um að fara úr neðri hópnum upp í þann efri.
Allar ábendingar verða teknar til athugunar og metnar út frá aðstæðum.
Leitast verður eftir því að hafa þessa flokka sem næst sannleikanum í framtíðinni.
Menn geta sótt um að fara úr neðri hópnum upp í þann efri.
Allar ábendingar verða teknar til athugunar og metnar út frá aðstæðum.
Þeim tókst hið ómögulega
Að vekja mig með afmælissöng í morgun. Og til þess að ná þessu markmiði sínu vöknuðu þau (réttara sagt þær) kl. 6!!! Stelpurnar mínar sem varla er hægt að toga á fætur fyrir kl. 8
En það get ég sagt ykkur að þetta var algjörlega dásamlegt. Þó söngurinn hefði verið svolítið ryðgaður, en það er víst ekki við öðru að búast á þessum tíma dags.
Á meðfylgjandi mynd er afmælisgjöfin mín. Te, sérvalið af Eyrúnu með appelsínu og hindberjabragði, ég hlakka mikið til að smakka það. Tebolli og undirskál sem fær einnig sína prufukeyrslu í dag með nýja teinu. Og fallegast afmæliskort sem ég man eftir að hafa fengið, hannað af dætrum mínum.
Sem sagt dagurinn hófst bara nokkuð vel.
ps. ég sé að myndavélin er ekki með rétta dagsetningu, þetta þarf að laga.
10. nóvember 2006
Stormviðvörun
Veðurspáin í gær var hrikaleg, vindur allt upp í 45 m/s í hviðum og jafnvel meiri. Búist við vindhraða upp á 25 m/s og þvílík rigning sem fylgja átti.
Menn fóru í háttinn með kvíðahnút í maganum. Eru þakplöturnar nógu vel festar niður, hvað með ruslafötur, hjól og grill?
Kemst maður í vinnu í fyrramálið? Á að senda börnin í skólann?
Ekki laust við vonbrygði í morgun þegar varla heyrðist í vindinum. Jú hugsanlega er vindáttin þannig að við finnum ekki fyrir henni. Mbl segir að vindur sé 15 m/s það er nú töluvert (hef miðað við 8 m/s sem hámark upp á hjólerí, sá samt hjólreiðamann á leið til vinnu í morgun - hetja eða vitleysingur?).
Það er einhver rómantík við óveður. Í óveðri situr maður inni í hlýjunni, uppi í sófa við kertaljós með heitt kakó og hlustar á vindinn blása eða horfir á uppáhalds myndina sína sem maður á enn á videóspólu ef ekki er rafmagnslaust.
Ákvað engu að síður að halda stelpunum heima í dag. Var ofboðslega á báðum áttum en rökstuddi verknaðinn með því að skólinn er byggingasvæði nú um stundir og eru það ekki einmitt staðirnir til að forðast þegar allra veðra er von?
Myndin tekin af www.mbl.is
9. nóvember 2006
Látnir bíða í tvö ár
Einhvernvegin svona var fyrirsögn á frétt í Blaðinu í gær. Ég las þetta aftur og aftur því ég á það til að bæta inn í orðum og stöfum þegar ég les fyrirsagnir sem breytir þeim algjörlega og hélt ég væri að því líka í þetta skiptið.
Það sem ég skildi ekki var hvers vegna dáði fólk ætti að bíða og þá eftir hverju?
Það sem ég skildi ekki var hvers vegna dáði fólk ætti að bíða og þá eftir hverju?
2. nóvember 2006
Að losa sig við drauga.
Hef haft þá nokkra á bakinu í allt of langan tíma. En nú í dag með 2 símtölum tókst mér að losna við einn og minnka annan.
Við hjónin hófum í vor að stunda ræktina af miklum móð - eeeh... svona allavega í upphafi. Síðan förum við til útlanda... og svo hófst skólinn hjá dætrunum... og almennt amstur... og þá er ekki lengur pláss fyrir þennan lið í lífinu og við ákveðum að segja upp samningi þeim er gerður var.
Eftir að hafa haft uppsagnardrauginn á bakinu í nokkurn tíma tókst mér að láta verða af því að fara á staðinn og segja þessu upp. En það sem gleymdist var að fá kvittun fyrir öllu saman. Svo draugurinn hékk enn á bakinu.
En loksins hringdi ég á staðinn. Nú, þá er það illgeranlegt að útbúa pappír og senda í pósti, menn eiga að mæta á staðinn fyrir svona nokkuð!
Ég segi ok og dröslast áfram með drauginn.
Það er skrítið með svona drauga hvað þeir eiga það til að stækka því lengur sem þeir fá að hanga. En aldrei kom ég mér á staðinn til að losa mig við hann og draugurinn heldur áfram að stækka og pirra mig (því draugar eru duglegir við svoleiðis).
Síðan loksins kom að því áðan að mér fannst kominn tími til að losna við hann endanlega og ég hringdi aftur. Þá allt í einu er ekkert mál að senda viðeigandi pappíra í pósti.
Og púff, draugurinn hvarf.
Og þá hugsar maður, afhverju var ég ekki löngu búin að þessu?
Við hjónin hófum í vor að stunda ræktina af miklum móð - eeeh... svona allavega í upphafi. Síðan förum við til útlanda... og svo hófst skólinn hjá dætrunum... og almennt amstur... og þá er ekki lengur pláss fyrir þennan lið í lífinu og við ákveðum að segja upp samningi þeim er gerður var.
Eftir að hafa haft uppsagnardrauginn á bakinu í nokkurn tíma tókst mér að láta verða af því að fara á staðinn og segja þessu upp. En það sem gleymdist var að fá kvittun fyrir öllu saman. Svo draugurinn hékk enn á bakinu.
En loksins hringdi ég á staðinn. Nú, þá er það illgeranlegt að útbúa pappír og senda í pósti, menn eiga að mæta á staðinn fyrir svona nokkuð!
Ég segi ok og dröslast áfram með drauginn.
Það er skrítið með svona drauga hvað þeir eiga það til að stækka því lengur sem þeir fá að hanga. En aldrei kom ég mér á staðinn til að losa mig við hann og draugurinn heldur áfram að stækka og pirra mig (því draugar eru duglegir við svoleiðis).
Síðan loksins kom að því áðan að mér fannst kominn tími til að losna við hann endanlega og ég hringdi aftur. Þá allt í einu er ekkert mál að senda viðeigandi pappíra í pósti.
Og púff, draugurinn hvarf.
Og þá hugsar maður, afhverju var ég ekki löngu búin að þessu?
31. október 2006
Orð dagsins.
Stundum eru orð að þvælast fyrir og hér eru dæmi um orð eða orðalag sem pirrar mig þessa stundina.
"Ákveðin vonbrigði" Hvað er átt við með þessu? Geta vonbrigði verið ákveðin? Svo þegar maður notar þessi tvö orð saman þá er maður í raun að meina nokkurskonar vonbrigði - ekki satt?
"Mútuþægni" Las í blaðinu um daginn að maður væri ásakaður um mútuþægni. Mér líkar ákaflega illa við þetta orð því það dregur athyglina frá því sem verið er að tala um. Miklu skýrara er að segja að maðurinn hafi verið ásakaður um að þyggja mútur.
"Verg þjóðarframleiðsla" Hvað þýðir þetta eiginlega? Og svo er orðið "verg" svo hræðilega ljótt eitthvað.
"Ákveðin vonbrigði" Hvað er átt við með þessu? Geta vonbrigði verið ákveðin? Svo þegar maður notar þessi tvö orð saman þá er maður í raun að meina nokkurskonar vonbrigði - ekki satt?
"Mútuþægni" Las í blaðinu um daginn að maður væri ásakaður um mútuþægni. Mér líkar ákaflega illa við þetta orð því það dregur athyglina frá því sem verið er að tala um. Miklu skýrara er að segja að maðurinn hafi verið ásakaður um að þyggja mútur.
"Verg þjóðarframleiðsla" Hvað þýðir þetta eiginlega? Og svo er orðið "verg" svo hræðilega ljótt eitthvað.
26. október 2006
Helga, blessa þessi jól
Í gær var kóræfing. Fyrsta kóræfingin þar sem lagið hans pabba var æft í raddsetningu sem ég og Arnar bróðir gerðum fyrir afmælið hans pabba. Þetta er sem sagt lagið sem fjölskyldukórinn söng í afmælinu við texta sem Eyrún og ég sömdum.
Textinn sem nú var notaður er sá sem lagið var upphaflega samið við eða jólakveðja frá Bjarna (Minnu maður). Mér tókst að skella inn textanum við lagið og prenta það út fyrir kóræfinguna í gær (með töluverðum vandærðum og mikilli hjálp frá Elíasi því tæknin var að stríða mér). En svo vantaði titil á verkið. Textinn endar á því að drottinn er beðinn um að helga og blessa jólin og fannst mér tilvalið að nota það sem titil. Það var svo ekki fyrr en á æfingunni að menn spurðu: "Hver er þessi Helga?" sem ég áttaði mig á mistökunum.
25. október 2006
Gaman að blogga
Það er nú meiri bloggletin í manni.
En það er skemmst frá því að segja að ég hjóla enn í vinnuna. Það hefur verið blessunarlega þurrt undanfarið þó kuldinn bíti. Í morgun ákvað ég að fara í Kraftgallanum því það var svo skelfilega kalt í gærmorgun, en nú er ég ekki viss um að ég vilji hjóla í honum heim aftur...
Svona fer nú tískan með mann.
Ræddum það einmitt í matarboði um daginn hversu dásamlegt það var þegar Kraftgallarnir voru í tísku. Nema ég sé með þessu að koma umræddum göllum aftur í tísku, er að sjálfsögðu einstaklega glæsileg í gallanum.
hmmm... hvað fleira?
Jú þeir veiða hvalina. Enginn virðist vita af hverju því markaðurinn fyrir kjötið er víst ekki til staðar. Ekki er þetta undir yfirskini vísindaveiða ef ég er að skilja rétt. Er þetta til að draga athyglina frá botnvörpuveiðum? Menn úti í hinum stóra heimi eru farnir að fordæma þesskonar veiðar, segja þær rústa botninum og sjávarlífi þar sem þær eru stundaðar. Samtök eru að setja sig í stellingar að fordæma þessar veiðiaðferðir og þar sem við notum þessa aðferð mjög mikið hefði bann gríðarlega mikil áhrif hér á landi. Og hvað ger menn þá? Jú fara að veiða hval. Og allir gleyma togurunum og gráta aumingja hvalina.
En það er skemmst frá því að segja að ég hjóla enn í vinnuna. Það hefur verið blessunarlega þurrt undanfarið þó kuldinn bíti. Í morgun ákvað ég að fara í Kraftgallanum því það var svo skelfilega kalt í gærmorgun, en nú er ég ekki viss um að ég vilji hjóla í honum heim aftur...
Svona fer nú tískan með mann.
Ræddum það einmitt í matarboði um daginn hversu dásamlegt það var þegar Kraftgallarnir voru í tísku. Nema ég sé með þessu að koma umræddum göllum aftur í tísku, er að sjálfsögðu einstaklega glæsileg í gallanum.
hmmm... hvað fleira?
Jú þeir veiða hvalina. Enginn virðist vita af hverju því markaðurinn fyrir kjötið er víst ekki til staðar. Ekki er þetta undir yfirskini vísindaveiða ef ég er að skilja rétt. Er þetta til að draga athyglina frá botnvörpuveiðum? Menn úti í hinum stóra heimi eru farnir að fordæma þesskonar veiðar, segja þær rústa botninum og sjávarlífi þar sem þær eru stundaðar. Samtök eru að setja sig í stellingar að fordæma þessar veiðiaðferðir og þar sem við notum þessa aðferð mjög mikið hefði bann gríðarlega mikil áhrif hér á landi. Og hvað ger menn þá? Jú fara að veiða hval. Og allir gleyma togurunum og gráta aumingja hvalina.
17. október 2006
Þolinmæði þrautir vinnur allar - eða hvað?
Fór með Eyrúnu í röntgenmyndatöku á baki. Áttum tíma kl. 13.00 og vorum komnar rétt rúmlega (hræðilegt að fá stæði við Landspítalann). Talaði við dömuna í afgreiðlsunni og hún vísaði okkur til sætis.
Nú er maður vanur því að þurfa að bíða á læknastofum. Man ekki eftir því atviki að það hafi ekki gerst og venjulega pakkar maður þolinmæðinni með í töskuna þegar farið er í þessar heimsóknir. Við Eyrún tókum líka með okkur spilastokk í þetta skiptið og spiluðum rommí, ólsen-ólsen, sprite og tveggjamanna vist (eða Rússa eins og það kallaðsti þegar ég var yngri).
Þegar hálftími er liðinn er okkur farið að leiðast biðin, en eigum þó eftir smá þolinmæði í töskunni, erum stillar og höldum áfram að spila.
Tíu mínútum seinna erum við enn nokkuð þolinmóðar en þó farið að gæta pirrings og farið að ganga á varabyrgðirnar.
Enn bíðum við í tíu mínútúr en þá fáum við líka nóg af biðinni og ég fer loksins að afgreiðsluborðinu aftur.
Kemur þá í ljós að gleymst hafði að láta vita af því að við værum komnar!
Og það sorglega við þetta allt saman er að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir mig.
Nú er maður vanur því að þurfa að bíða á læknastofum. Man ekki eftir því atviki að það hafi ekki gerst og venjulega pakkar maður þolinmæðinni með í töskuna þegar farið er í þessar heimsóknir. Við Eyrún tókum líka með okkur spilastokk í þetta skiptið og spiluðum rommí, ólsen-ólsen, sprite og tveggjamanna vist (eða Rússa eins og það kallaðsti þegar ég var yngri).
Þegar hálftími er liðinn er okkur farið að leiðast biðin, en eigum þó eftir smá þolinmæði í töskunni, erum stillar og höldum áfram að spila.
Tíu mínútum seinna erum við enn nokkuð þolinmóðar en þó farið að gæta pirrings og farið að ganga á varabyrgðirnar.
Enn bíðum við í tíu mínútúr en þá fáum við líka nóg af biðinni og ég fer loksins að afgreiðsluborðinu aftur.
Kemur þá í ljós að gleymst hafði að láta vita af því að við værum komnar!
Og það sorglega við þetta allt saman er að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir mig.
13. október 2006
Gamlir kunningjar
Munið þið eftir þeim þessum? Þeir eru alveg jafn skemmtilegir í dag og þeir voru þá, nema bara í alveg skelfilega hallærislegum fötum. Var þetta í alvörunni flott? Allt svo vítt og stórt. Tímabilið var samt draumur prjónarans því víðar prjónapeysur voru greinilega inn á þessum tíma. Sjáið t.d. peysuna sem dr. Huxtable er í á þessari mynd:
12. október 2006
Hversu oft á dag ferð þú inn í svefnherbergið þitt?
Komumst að því í gær að Elías fer ekki inn í svefnherbergið okkar nema bara þegar hann fer að sofa.
Þannig var að í gær tók ég mér frídag og ákvað að breyta í svefnherberginu með hjálp dætranna. Við sögðum Elíasi ekki frá neinu og svo biðum við og biðum eftir því að hann færi inn í herbergið og sægi herlegheitin. Það var ekki fyrr en um kvöldið þegar stelpurnar voru að undirbúa háttinn að Eyrún gafst upp og lokkaði pabba sinn inn í herbergið með klækjum.
Skrítið þetta því mér finnst ég alltaf vera að skottast inn og út úr umræddu herbergi til að ná í hitt og þetta og svoleiðis.
Hvernig er þetta hjá þér, svo ég forvitnist aðeins?
Þannig var að í gær tók ég mér frídag og ákvað að breyta í svefnherberginu með hjálp dætranna. Við sögðum Elíasi ekki frá neinu og svo biðum við og biðum eftir því að hann færi inn í herbergið og sægi herlegheitin. Það var ekki fyrr en um kvöldið þegar stelpurnar voru að undirbúa háttinn að Eyrún gafst upp og lokkaði pabba sinn inn í herbergið með klækjum.
Skrítið þetta því mér finnst ég alltaf vera að skottast inn og út úr umræddu herbergi til að ná í hitt og þetta og svoleiðis.
Hvernig er þetta hjá þér, svo ég forvitnist aðeins?
10. október 2006
Póstllistar.
Að skrá sig út af póstlistum getur verið meira en að segja það. Nýverið tók ég upp nýtt netfang og er að losa mig við það gamla og einn liðurinn í því er að skrá sig út af þeim póstlistum sem senda á gamla netfangið. Þetta eru allt innlendir póstlistar og hefur gengið þjáningalaust fyrir sig fyrir utan einn.
Það sem um ræðir er Flugfélag Íslands.
Þeir eru með þennan fína hnapp neðst í póstinum sem býður upp á útsrkáningu og allt virðist voða fínt. En alltaf fæ ég póst.
Nú er það svo ef ég smelli á linkinn og set inn netfangið þá segir kerfið mér að netfangið sé ekki á skrá - samt fæ ég póst.
Ég sendi þeim póst beint með yfirlýsingu á óánægju með að vera ekki farin af listanum, en enn fæ ég póst.
O, jæja þurfti bara aðeins að pústa út um þetta. Þeir mega svo sem halda áfram að senda póst og geta fyllt pósthólfið ásamt spam póstinum sem daglega flæðir inn. Ég er komin með nýtt netfang og er laus við þetta allt. <>
Það sem um ræðir er Flugfélag Íslands.
Þeir eru með þennan fína hnapp neðst í póstinum sem býður upp á útsrkáningu og allt virðist voða fínt. En alltaf fæ ég póst.
Nú er það svo ef ég smelli á linkinn og set inn netfangið þá segir kerfið mér að netfangið sé ekki á skrá - samt fæ ég póst.
Ég sendi þeim póst beint með yfirlýsingu á óánægju með að vera ekki farin af listanum, en enn fæ ég póst.
O, jæja þurfti bara aðeins að pústa út um þetta. Þeir mega svo sem halda áfram að senda póst og geta fyllt pósthólfið ásamt spam póstinum sem daglega flæðir inn. Ég er komin með nýtt netfang og er laus við þetta allt. <
3. október 2006
Ábending til kartöflubænda
Nú finnst mér kominn tími til að þið stærðarflokkið kartöflurnar í pokana.
Það er alltaf þannig að síðustu kartöflurnar í pokanum eru þessar risastóru og þessar pínulitlu, sem leiðir til þess að síðasta soðningin er bæði ofsoðin og of lítið soðin.
Það væri meira að setja hægt að verðleggja kartöflurnar eftir stærð. Vinsælasta stærðin hlýtur þá að vera dýrari og þessi sem selst minna ódýrari.
Hvað finnst ykkur? Væri þetta ekki vel reynandi?
Kveðja, fra kartöfluætu.
29. september 2006
Myrkur milli 22 og 22.30, eða hvað?
Sú frábæra hugmynd að myrkva höfuðborgarsvæðið og nærsveitir varð að veruleika í gær.
Við fjölskylda höfðum mikið hlakkað til og vorum ákveðin í að fara í göngutúr um hverfið og enda uppi á göngubrú yfir Miklubrautina til að sjá þegar ljósin væru kveikt aftur.
Við vorum tilbúin rétt fyrir kl. 10. Hrund meira að segja kom heim af skólaballi til að vera með. Eyrún var mjög spennt og tók uppáhalds tækið sitt, hlaupahjólið með í för. Þegar ljósin voru slökkt stóðum við í garðinum fyrir framan húsið og sáum ljósin slokkna. En þá komu fyrstu vonbrigðin, ekki nema u.þ.b. helmingur nágrannanna hafði slökkt ljósin inni hjá sér eða útiljósin.
Jæja svo lögðum við af stað og sáum jú að menn voru að átta sig og ljós slökknuðu hér og þar í húsum í kring og myrkrið varð töluvert. T.d. heimtaði Eyrún að fá lýsingu á gangstéttina (með vasaljósi) til að sjá hvert hún væri að hlaupahjóla.
Við mættum nokkrum dökkum verum á leiðinni og allir heilsuðu (er það vegna þessara sérstöku aðstæðna eða voru bara þeir á gangi sem almennt heilsa ókunnugum sem þeir mæta á götu?). Þetta var stemming, en ótrúlegt samt hversu mikið var af ljósum. Ég hafði búist við svo til algjöru myrkri.
Hinu megin við Geldinganesið er iðnaðarsvæði, Ingvar Helgason ofl. þvíumlíkt þar voru engin ljós slökk og ekki hægt að sjá mun fyrir og eftir. Í Breiðholtinu var líka mjög mikið af ljósum, en þó hægt að sjá mun. Ég var líka svo hissa á því hversu mikil umferð var. En það er líklegast viðeigandi að bílaþjóðin njóti myrkursins í bíltúr.
Það var flott að sjá ljósin koma aftur. Við fylgdumst vel með tímanum og vorum eins tilbúin og hægt var að vera. Svo kveiknuðu þau lína eftir línu. Fyrst kom lítill blossi og svo ljós.
Það var síðan mjög gaman að ganga sömu leiðina til baka í fullri lýsingu og sjá muninn.
Á meðfylgjandi mynd eru Hrund og Eyrún standandi uppi á steini í Steinahlíð (leikskólalóð), á bak við þær eru ljósastaurar sem sjást auðvitað ekki því það er slökkt á þeim.
Hvað gerðuð þið meðan ljósin voru slökkt?
27. september 2006
Gamlar myndir, en samt ekki svo gamlar
Við skönnuðum inn myndir og hér eru nokkrar. Gæðin eru svo sem ekkert til að hrópa húrra yfir (gamall skanni) en það er samt gaman að þessu.
Þórhallur og Annel Helgi, ó þeir eru bara svo sætir. Þessi mynd er tekin á ættarmóti. Helga móðursystir er á bak við þá.
Hérna eru ég og Inga vinkona þegar við vorum alveg eins. Þarna erum við í apaskinnsbuxunum sem við áttum alveg eins, vorum með alveg eins hárgreiðslu og merkilegt nokk vorum jafn háar!
Þórhallur og Annel Helgi, ó þeir eru bara svo sætir. Þessi mynd er tekin á ættarmóti. Helga móðursystir er á bak við þá.
Hérna eru ég og Inga vinkona þegar við vorum alveg eins. Þarna erum við í apaskinnsbuxunum sem við áttum alveg eins, vorum með alveg eins hárgreiðslu og merkilegt nokk vorum jafn háar!
Hérna eru mamma og Daði (takið eftir blaðinu sem mamma heldur á).
Og að lokum Arnar og Daði, sem á einmitt afmæli í dag. Til hamingju með daginn Daði!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...