Síðan úr örófi alda hef ég fengið mér te og brauðsneið í morgunmat.
En í morgun varð breyting á og það sem ég fékk mér var svo gott að ég verð að deila því með ykkur.
Ab mjólk
Kornflex
Smátt skorið epli
Smátt skorin vínber
Fyrsta smakk er súrt (þið vitið Ab mjólkin er þannig) en svo tekur yfir þetta yndislega bragð af vínberjum og eplum og kornfelxið gefur undirtón.
Te-ið fékk svo að fylgja sem eftirmatur.
28. apríl 2006
26. apríl 2006
Raunasaga úr Vogunum
Var með einhver smávegis ónot í maganum í gær. Hélt að það væri kvíði því við Elías höfðum planað að fara í ræktina saman og þar sem við höfum aldrei gert nokkuð slíkt áður var ég kvíðin. Jæja við fórum en magaverkurinn ekki og það sem verra var að hann ágerðist.
Í framhaldi af því var kvöldið miður skemmtilegt og nóttin líka. Þessu öllu saman fylgdi mikill hiti og kuldi og almenn vanlíðan sem endaði í þeim hápunkti að kastað var upp. En vellíðanin sem kom þar á eftir er ótrúleg. Hitinn og kuldinn hvarf. Maginn hætti að kvarta. Mér fannst ég svífa, einungis fyrir þær sakir að vanlíðanin var horfin og svo náði svefninn yfirhöndinni.
Í dag er ég heima, enn með smávægileg ónot í maganum og þreytu í kroppnum því ég var alltaf að vakna í nótt. Fer líklegast ekki í ræktina í dag (fengum 3gja daga reynslupassa, sem ætlunin var að nýta).
20. apríl 2006
16. apríl 2006
Gleðilega páska!
Og hér kemur páskaþraut dætra minna. Ef þið viljið finna út vísbendingu um hvar páskaeggin þeirra voru falin leysið þrautina. Þetta er gert með því að lita reiti og tengja saman tölustafi.
1 = viðkomandi reitur litaður.
2 = 2 reitir litaðir báðir merktir með tölustafnum 2.
3 = 3 reitir litaðir (einn auður reitur milli tölustafanna)
Línurnar sem litaðar eru geta legið í hlykkjum en gæta þarf að fara ekki yfir línu sem áður hefur verið lituð. Góða skemmtun.
11. apríl 2006
Smellið á "hér"
7. apríl 2006
Könnun á nagladekkjanotkun
Síðastliðna þrjá morgna hef ég stytt mér biðina eftir strætó með því að telja bíla eftir því hvort þeir eru á nagladekkjum eða ekki. Talningin fer þannig fram að ef bíll á nagladekkjum ekur framhjá þá er 1 ef annar án nagla kemur næst er ég aftur komin niður í 0. Talningin tók c.a. 5 mínútur í hvert skipti. Niðurstöður er þessar:
Miðvikudagur 15 fleiri á ónegldum dekkjum
Fimmtudagur 2 fleiri á ónegldum dekkjum
Föstudagur 10 fleiri á ónegldum dekkjum
Hvað má svo lesa úr þessari könnun?
Jú ég hef greinilega óskaplega gaman að því að telja...
5. apríl 2006
Hver getur unnið Elías í Buzz?
Keyptum okkur Playstation tölvu fyrir jól og leikurinn Buzz fylgdi með í kaupbæti. Þetta væri ekki fréttnæmt nema af því að Elías svoleiðis burstar okkur stelpurnar alltaf í þessum leik (tel of mikinn sálmasöng hafa truflað getu mína á þessu tónlistarsviði). Það er helst að Hrund og Eyrún hafi eitthvað í hann þegar eingöngu er farið í nýlega tónlist. Við getum illa sætt okkur við þetta og kallinn er að verða helst til of ánægður með sig, svo okkur bráðvantar einhvern til að veita honum samkeppni. Helst horfi ég til bræðra minna sérstaklega þeirra yngir þar sem þeir telja sig tónlistarlega þenkjandi (Þórhallur prúf mí rong). Legg til að sett verði upp keppni um páskana til að koma Elíasi niður á jörðina aftur.
Svo setjið ykkur í stellingar bræður ég treysti á ykkur!
Svo setjið ykkur í stellingar bræður ég treysti á ykkur!
4. apríl 2006
Ballettsýning ársins
Í kvöld ætlar Hrund mín að dansa ásamt öðrum nemendum í ballettskóla Eddu Scheving á vorsýningu í Borgarleikhúsinu. Það er alltaf mjög gaman að sjá þessar sýningar og hversu mikið þeim hefur farið fram frá því á síðasta ári.
Glöggir menn sjá að önnur stúlkan frá hægri á meðfylgjandi mynd er einmitt Hrund í dansi frá því á síðasta ári. Takið eftir því hvað hún ber sig vel stelpan. Ég er að rifna úr stolti og hlakka mikið til kvöldsins. Þetta eru 3 sýningar í allt á sama deginum og það er töluvert krefjandi en án efa mjög gaman líka.
2. apríl 2006
Nýr bloggari
Nú hefur yngri dóttir mín bæst í hóp bloggara. Bjóðum hana velkomna. Það væri gaman ef þið skrifuðuð eitthvað fallegt í gestabókina hennar og/eða í kommentin.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...