28. apríl 2006

Ótrúlega góður morgunmatur

Síðan úr örófi alda hef ég fengið mér te og brauðsneið í morgunmat.

En í morgun varð breyting á og það sem ég fékk mér var svo gott að ég verð að deila því með ykkur.

Ab mjólk
Kornflex
Smátt skorið epli
Smátt skorin vínber

Fyrsta smakk er súrt (þið vitið Ab mjólkin er þannig) en svo tekur yfir þetta yndislega bragð af vínberjum og eplum og kornfelxið gefur undirtón.

Te-ið fékk svo að fylgja sem eftirmatur.

4 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Já til hamingju með tilbreytinguna, við familian fáum okkur oft súrmjólk og skyr saman við og svo ávexti sem eru skornir út í og þetta er ljúfengt skal ég segja þér, ekki má gleyma rjómanum : )

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Já en þetta bara vissi ég ekki. Svona getur maður lifað lengi á þess að kynnast einföldum en ljúffengum réttum.

Refsarinn sagði...

Hafragrautur með rúsínum, eplum og kanil er tærsnyllimennska. Aðeins salt á lokamínútunni gerir það svo að lokum.

BbulgroZ sagði...

Farðu nú varlega í saltið væni, það kemur frá djöflinum, það segir allavegana móðir þín.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...