7. apríl 2006

Könnun á nagladekkjanotkun


Síðastliðna þrjá morgna hef ég stytt mér biðina eftir strætó með því að telja bíla eftir því hvort þeir eru á nagladekkjum eða ekki. Talningin fer þannig fram að ef bíll á nagladekkjum ekur framhjá þá er 1 ef annar án nagla kemur næst er ég aftur komin niður í 0. Talningin tók c.a. 5 mínútur í hvert skipti. Niðurstöður er þessar:

Miðvikudagur 15 fleiri á ónegldum dekkjum
Fimmtudagur 2 fleiri á ónegldum dekkjum
Föstudagur 10 fleiri á ónegldum dekkjum

Hvað má svo lesa úr þessari könnun?

Jú ég hef greinilega óskaplega gaman að því að telja...

5 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Já þetta er virkilega skemmtilegt, tölfræði eða kerfisfræði er nú eitthvað sem þú ættir að skoða þér til mennta.

Refsarinn sagði...

hmmmm....

BbulgroZ sagði...

Hvað áttu við minn kæri refsari, ertu orðlaus???

Pooran sagði...

Þessi ætt er svo stútfull af nördum, það er yndislegt! Ég er stoltur af þér frænka, ég er viss um að þú ert a.m.k. innanríkisráðherra í nördastjórn Þórsættarinnar. Ég hlýt nú að vera utanríkismálaráðherra... eða þurfum ég og Daði að deila því embætti? Þó myndi ég alveg sætta mig við sendiherra stöðu...

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

hí hí, þetta er alveg rétt hjá þér hæstvirti utanríkisráðherra.

Virðingarfyllst,

Fransína innanríkisráðherra.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...