
Í kvöld ætlar Hrund mín að dansa ásamt öðrum nemendum í ballettskóla Eddu Scheving á vorsýningu í Borgarleikhúsinu. Það er alltaf mjög gaman að sjá þessar sýningar og hversu mikið þeim hefur farið fram frá því á síðasta ári.
Glöggir menn sjá að önnur stúlkan frá hægri á meðfylgjandi mynd er einmitt Hrund í dansi frá því á síðasta ári. Takið eftir því hvað hún ber sig vel stelpan. Ég er að rifna úr stolti og hlakka mikið til kvöldsins. Þetta eru 3 sýningar í allt á sama deginum og það er töluvert krefjandi en án efa mjög gaman líka.
1 ummæli:
Hún er glæsileg, líka í ballett kjól.
Skrifa ummæli