24. maí 2006

Breytingar

Um helgina flyst ein elsta og besta vinkona mín út á land. Í staðin fyrir að geta farið til hennar á 10 mín mun það taka mig 3-4 klst að komast til hennar. Við höfum hittst vikulega í töluvert langan tíma og haft það kósí við prjónaskap, sjónvarpsgláp og kjaftagang. Mikið á ég eftir að sakna þeirra stunda.

Við höfum þekkst í hvorki meira né minna en 25 ár - vá!!!

En í staðin koma helgarferðir sem verða ekki leiðinlegar. Það verður gaman að geta prjónað alla helgina eða púslað heilt púsluspil (ekki bara að byrja eða enda). Kannski við dustum rykið af stimpildótinu. Jafnvel gönguferðir um sveitina (eða borgina) á góðviðrisdögum með nesti og nýja skó.

Já, já heimurinn ferst ekki þó eitthvað breytist...

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Skemmtileg kveðja til vinkonunnar og jákvæður þankagangur sem er vel : )
Við eigum eftir að sakna hennar Ingu okkar, þó að ég hafi nú ekki verið mikið í sambandi við hana siðast liðin 10-15 ár, en rekist á hana við og við, þeim stundum á kannski eftir að fækka eitthvað héðan af. En eins og þú segir þá eru breytingar enginn endir : )

Nafnlaus sagði...

takk fyrir þetta Bjarney mín :)
ég á eftir að sakna þín alveg óskaplega mikið!
En það verður bara svo gaman að geta haft þig í heimsókn yfir HEILA helgi, sötra sérrí og bródera.. he he :D

Það gengur vel að mála og solleis og ætla að reyna að flytja inn á morgun (mánudag)

kannski ég nái að blogga fljótlega!

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...