9. maí 2006

Hjólafréttir

Það hefur orðið gríðarleg aukning á hjólreiðamönnum á götum/gangstéttum borgarinnar. Hvort sem það er nú veðrinu eða átakinu Hjólað í vinnuna að kenna, nema hvoru tveggja sé. Liðið mitt féll hratt niður listann á fyrstu dögunum vorum á fyrsta degi í 6 sæti en erum núna í 44 m.v. daga en í 25 sæti m.v. kílómetrafjölda (erum í flokkum 10-29).

Í morgun var met fjöldi hjólreiðamanna á leið minni til vinnu en talin voru alls 28 stk. Í gær voru það 22, sem þá var met ársins. Miðað við að í síðustu viku voru tölurnar 8-14 þá er þetta töluverð aukning.

Eins og þetta er nú allt saman skemmtilegt og ég gæti skrifað um þetta miklu, miklu lengri pistil þá hef ég verk að vinna og verð því miður að snúa mér að því núna. Meira seinna - ég lofa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hí hí, það er svo gaman að þér mikli tölfræðingur :D og gaman að heyra hvað þú ert dugleg að hjóla!!

BbulgroZ sagði...

Guð blessi hjólafréttirnar ; ) þær eru mitt haldreipi í kversdagleikanum.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...