Á leiðninni í vinnuna datt mér svo margt skemmtilegt í hug að skrifa hér en núna þegar ég gef mér smá tíma þá er eins og allt sé horfið.
Vorum í gær að skoða hótel nálægt Disneylandi í París því þangað ætlum við í sumar eftir að hafa verið viku í dýrðinni í Danaveldi. Við ætlum okkur 2 daga í garðinn og 2 daga í borgina. Þetta verður þannig að við ættum að ná að sjá þetta allra frægasta eins og Effelturninn, Monu Lisu og Notre Dam.
"Hjólað í vinnuna" hefst í dag og í fyrsta skipið tek ég þátt. Náði að skrapa saman í lágmarksfjölda hér í vinnunni (sem eru 3) og þá erum við 2 sem hjólum og 1 strætóandi. Gaman að sjá hvernig okkur gengur. Ég er nú þegar búin að hjóla 7 km í dag og á þá eftir að fara heim aftur (5 km).
1 ummæli:
Æðislegt :)
Skrifa ummæli