17. maí 2006

Regndropi.

Dropi féll af himnum og beint á nefið á mér. Þetta var fyrir nokkrum dögum síðan, ég hef hugsað um hann af og til síðan. Spáðu í því þvílíka útreikninga og pælingar hefði þurft til að gera þetta viljandi. Það var ekki beinlínis rigning, bara svona dropi og dropi á stangli. Hversu langa vegalengd var hann búin að ferðast áður en lendingu var náð? Hvaðan kemur hann upphaflega?

Segjum að maður sé í loftbelg og sleppi nokkrum dropum hverjar eru líkurnar á því að einn af þeim lendi á nefinu á manni á ferð einhversstaðar fyrir neðan?

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

Hmmmmm

BbulgroZ sagði...

Líklega erum við ég og þú Bjarney, þannig að Guði gerð, allegana hvað nef varðar, að líkurnar eru bara töluverðar á því að regndropinn, þessi tiltekni, lendi á nefum okkar : )

Nafnlaus sagði...

Þú ert eiginlega svona týpa sem maður verður pínulítið óöruggug við. Virðist í fyrstu vera prjóna og púslupæja, en bakvið býr geðsjúklingur sem sér óvini og illar gjörðir í sjálfum regndropunum...

váááá...

svartimaðurinn

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...