4. október 2008

Risapúsl


Ég á brjálaða vinkonu sem keypti sér púsl sem er hvorki meira né minna en 9.000 bitar!


Nú hef ég sagt henni mörgum sinnum að hún eigi aldrei eftir að klára þetta púsl (ég meina það er 9.000 bitar). Ég sjálf hef mest púslað 3.000 bita púsl og verið lengi að því.


En svo fór ég í heimsókn til hennar um síðustu helgi og það fór nú þannig að ég átti í mestu erfiðleikum með að slíta mig frá púslinu. Váhds hvað það er skemmtilegt og spennandi. Hún hefur sér herbergi undir það og lét saga út fyrir sig krossviðarplötu sem passar undir púslið (eða átti að gera það, kom í ljós að hún var örlítið of lítil. En það verður leyst).


Nú bara verð ég að kaupa mér stærra hús svo ég geti líka púslað svona hrikalega stórt púsl.

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

kreisí og samt svo sexí

BbulgroZ sagði...

He he ég hélt eitt augnablik að þetta væri heima hjá þér (þegar ég sá myndina) og mér varð hugsað, ok Bjarney er að klikkast og hún hefur lagt eldhúsið undir sig fyrir risapússl : ) Morgunmatinn verður fólk bara að borða upp í sínu rúmi og ekkert múður, hélt ég að þú hebbðir fyrirskipað.

Nafnlaus sagði...

he he ;D

þetta er gamall draumur að rætast :) risapúsl. Næst er bara að koma börnunum í háskóla og flytja í nokkur ár til Ravensburger og taka þátt í næsta heimsmeti!!! Þetta er nú samt ekki eins erfitt og það hljómar, eða lítur út fyrir

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...