Engar myndir voru teknar í eða við virkjunina en hér eru nokkrar myndir af Stöng. Liturinn á gróðrinum inni í uppgreftrinum er ótrúlegur. Manni finnst hann næstum sjálflýsandi svo ljós grænn er burkninn sem þarna sprettur um allt. Við skráðum okkur í gestabókina og það er greinilega mikill gestagangur þarna. Það er hægt að smella á myndirnar til að stækka þær og á síðustu myndinni sést gróðurinn einmitt mjög vel.

7. júlí 2009
Dagur 2, sunnudagur
Þennan dag skoðuðum við Hjálparfoss, Þjóðveldisbæinn, Búrfellsvirkjun og Stöng sem er
uppgröftur stórbýlis sem er fyrirmyndin að Þjóðveldisbænum.
Hjálparfoss er ótrúlega fallegur og umhverfið kringum hann líka en fossinn er umkringdur stuðlabergi. Við gengum upp hlíðina hjá fossinum og sáum hann ofanfrá líka. Hrikalegt og fallegt í senn.

Þjóðveldisbærinn var einnig áhugaverður en á annan hátt. Og það allra besta við hann var að við fengum frið fyrir flugunum sem voru ansi ágengar þarna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...

-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli