9. júlí 2009

Dagur 4 og 5Eftir þessa miklu keyrslu deginum áður vorum við ekki í mikilli ferðastemningu á degi 4. Planið var að fara að Strandakirkju og svo að sjónum við Þorlákshöfn og kíkja á Eyrarbakka og Stokkseyri. En við enduðum á því að fara bara að Strandakirkju og svo beint í bústað. Við áttum líka von á gestum því Guðlaug mágkona kom með strákana og við grilluðum okkur saman kvöldmat. Krakkarnir fóru í pottinn og eftir matinn upphófst mikill eltingaleikur við kanínu sem vappaði um svæðið en við höfðum séð a.m.k. 2 kanínur á svæðinu.
Dagur 5 sem einnig var sami dagurinn og við skiluðum af okkur bústaðnum var ljómandi fínn. Við fórum hluta af gullna hringnum þ.e. kíktum við hjá Strokki og sáum hann gjósa nokkrum sinnum og fórum síðan að sjá Gullfoss. Á báðum þessum stöðum var allt morandi í ferðamönnum. Ég hef ekki komið að Gullfossi í mörg mörg ár og það hefur mikið breyst. Búið að setja upp palla og stíga út um allt virkilega snyrtilegt og flott.
Ps. minni á að hægt að sjá stærri útgáfu af myndunum með því að smella á þær.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa ferðasöguna, takk fyrir þetta : )
Adda mágkona

abelinahulda sagði...

Skemmtileg skrif Bjarney, nú bíð ég eftir að sjá mynd af nýja safnhaugnum:-)

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...