23. ágúst 2010

Í morgun var ég næstum búin að hjóla beint í veg fyrir akandi umferð.

Þannig er að ég hjóla eftir Sæbrautinni í átt að miðbænum. Þar sem stígurinn endar við Hörpu tónlistarhús fer ég yfir á ljósunum.

Í allt sumar hafa ljósin verið þannig stillt að ljósið verður rautt á þá sem fara beint og svo kemur beygjuljósið (fyrir þá sem aka Sæbrautina) eftir það verður grænt fyrir þá sem fara þvert yfir Sæbrautina.

Og í morgun kem ég aðvífandi einmitt þegar beygjuljósið er orðið rautt og ætla beint yfir (eins og ég hef gert svo oft áður) en þá er búið að breyta ljósunum. Og rétt áður en ég er komin út á akveiginn er bíl ekið beint fyrir mig. Mér krossbrá og nauðhemlaði og rétt náði að stöðva í tæka tíð.

Það er sem sagt búið að breyta ljósunum þannig að það kemur ekki grænt ljós fyrir þá sem fara þvert nema bíll bíði á ljósunum eða að stutt er á hnappinn.
Mikið svakalega brá mér. Þarna hefði ég svo auðveldlega getað endað sem klessa á götunni. Af hverju ætli ljósunum sé breytt svona? Er sumar- og vetrartímar á umferðaljósunum?

1 ummæli:

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Skrítið en undanfarið hefur þetta verið eins og í vetur, þ.e. ég þarf ekki að ýta á gönguljósatakkann til að fá grænt það bara kemur sjálft.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...