24. nóvember 2010

Aðventan

Í dag eru 3 vikur og 1 dagur þar til Hrund kemur heim í jólafrí frá París. Við erum mikið farin að hlakka til að fá hana heim aftur.

Næsta sunnudag er svo fyrsti í aðventu, þá verður lítill pappakassi tekinn niður af háaloftinu sem merktur er þessu tímabili og fyrsta jólaskrautið fær að príða húsið.
Svo fer að koma tími fyrir piparkökubakstur og í ár ætla ég að baka Írsku jólakökuna í fyrsta skipti og þarf ég að fara að drífa í því svo hún verði fín og flott fyrir jólin.

2 ummæli:

Eyrún sagði...

Vá hvað það er stutt í þetta allt saman! :D AAA GMG!

abelinahulda sagði...

Já það styttist í aðventuna og allt þetta skemmtilega sem fylgir þessum árstíma. Ég er að skríða inná sjötugsaldurinn og mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og spennandi og ég vona að þannig haldist það þar til yfir lýkur. Ég man að mamma sagði að pabbi hennar hafi einhvern tíma sagt við hana að hann væri orðin svo gamall að hann væri hættur að hlakka til. Það held ég sé alveg óskaplega sorglegt líf, það er svo gaman að hlakka til

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...